mánudagur, maí 29, 2006

Markaðstjóri fyrir evrópu

Jæja, þá er ég "back on the road again" og er komin aftur til Íslands. Ég var sem sagt við að ljúka fyrsta starfsdeginum mínum sem markaðstjóri fyrir evrópu, hjá fyrirtæki sem heitir CCP. Ég verð nú samt bara þarna fram til 9. júní og þá fer ég aftur til Svergie og kem svo aftur í fullt starf í haust. Þetta er s.s. bara smá intro fyrir mig.

fimmtudagur, maí 25, 2006

Til hamingu! Hvað er málið með þessa fullu Svía?

Ég var svona reiður
Jæja, við vorum að koma tilbaka frá Ragga og fjölskyldu. Maður getur víst kallað þau fjölskyldu af fullri alvöru, þar sem þau eru búin að eignast myndarlegustu stelpu (fyrir þá sem hafa hægan fattara, myndin er ekki af henni). Það var gaman að hitta þau og barninu leið vel, við tókum með okkur litla vöggugjöf og sænska prinsessu-tertu að mér skilst. Svo ákváðum við að skella okkur heim um klukkan 11, þá fyrst hófust ævintýrin. Lestin var pakkfull af "hjólhýsahyski" á leiðinni heim af poppaganda, við vorum svo "heppin" að rétt ná að troða okkur inn í lestina þar sem fyrir voru sænskir nemar, í góðri sveiflu, sem voru svo vinarlegir að henda í okkur bjórdós (fullri) þegar við stigum af... Greyið Elísabet þarf að setja jakkann sinn í þvott og allt, mér hefur aldrei langað jafn mikið til að segja einhverjum til syndanna, verst að ég hef takmarkaðann orðaforða til verksins... :(

Ég hef þá nú grunaða um að hafa ætlað að hitta einhvern annann með dósinni, en fyrr má nú rota en dauðrota. Það var líka ekki hátt á þeim risið þegar þeir áttuðu sig á því að þeir höfðu kastað dósinni í minnsta kvennmanninn í allri lestinni. Þeir minntu mig óþægilega mikið á hóp gamalla grunnskólafélaga (sem ætla aldrei að fullorðnast). Héðan í frá blæs ég á allar fullyrðingar þess eðlis að græna og rauða línan séu öruggari/betri/traustari línur en hver önnur. Þess má nefnilega geta að á bláu línunni hafði enginn ælt og það sá ekki meira á fólkinu en á mánudagsmorgni, sennilega svipað og í Þverbananum. Jæja nóg í bili, næst tek ég Hulk á þessa gaura, ríf utan af mér fötin og öskra á þá, "AAARRGGHHH!!", en eftir það þarf ég sennilega að hlaupa í burtu því allt kúlið mitt er farið...

Jarðskjálfti?

Þegar ég kíkti í fréttirnar í morgun þá hafði víst verið jarðskjálfti hérna í Stokkhólm. Í ákveðnum bæjarhlutum þá þeyttist fólk út á götu skelfingu lostið. Jarðskjálftinn var ekki nema tveir á richter, en það var nóg, Aftonbladet hafði nóg til að velta sér upp úr. Helsta fréttin var að það koma sprunga í rúðuna hjá einhverjum, hvernig svo sem honum tókst það.
Mig grunar samt að ef það yrði einhvern tíman "alvörrru" jarðskjálfti hérna, þá mundu mun fleiri deyja úr hræðslu en af beinum afleiðingum jarðskjálftans.
Ég er svo sem ósköp fegin að losna við jarðskjálfta. Eftir 17. júní dæmið hérna um árið er ég ekkert hrifin að láta jörðina hreyfast undir mér. Jaa... nema þegar... ja nei, best að sleppa því.

mánudagur, maí 22, 2006

Vörninni lokið...

Þá er ég komin heim eftir langan og strangan dag. Leiðbeinandinn ákvað að taka okkur Malin ekki fyrir fyrr en síðast og við vorum orðnar hálfveikar að stressi þegar loksins kom að því að fjalla um skýrsluna okkar. Þá vorum við búnar að hlusta á, í 4 klukkutíma, þar sem sumar skýrslurnar voru bara hreinlega rifnar í tætlur. Fólk þarf næstum að byrja upp á nýtt með suma hluti. Ekkert smá óþægilegt að þurfa bíða svona lengi og hlusta og ímynda sér hvað verður sagt við mann sjálfan. Ég var búin að fara sjálf í gegnum skýrsluna í huganum mörgum sinnum og spá í hvað þau mundu kommenta á. Leiðbeinandinn stoppaði meira segja í miðri vörninni hjá einum hópnum og hló upphátt og sagði að ég væri svo alvarlega og hugsi á svipinn að henni dauðlangaði að fá að vita hvað ég væri að hugsa. En svo kom loksins að því að vörnin okkar byrjaði, og þá var þetta ekki nærri því eins hræðilegt eins og við vorum farnar að óttast. Við þurftum ekki að breyta neinu, það eina sem kennarinn benti á var að henni langaði að fá aðeins meiri dýpt í þeoríuna og halda í framhaldinu áfram með lokaumræðuna. Annars gátu strákarnir sem áttu að gagnrýna ritgerðina voða lítið sagt og leiðbeinandinn endaði með því að bjarga þeim með því að segja "já, það er alltaf erfitt að oponera góðar ritgerðir!". Og þá leið mér talsvert betur og svo varð ég hreinlega svoldið montin, enda er leiðbeinandinn frægur fyrir að vera ekkert að gefa hrós.

Næstu dagar fara þá í það að finna meiri dýpt í þeoríuna, ég geri ráð fyrir að þurfa leita í smiðju einhverja heimspekinga. Líklega verður Boudriard þar efstur á blaði með sínar félagslegu kenningar. Malin fer á morgun til Frakklands þannig að ég ætla nýta tíman til að dúlla mér í þessu.

sunnudagur, maí 21, 2006

Vörnin

Þá er víst komið að vörninni minn, hún er á morgun. Þetta er nú ekki alveg jafn fansí eins og í KTH. Ég og Malin munum sitja með öðrum í hópnum okkar (sirka 15-20 pers.) og svo mun fólk spyrja hvort annað út úr verkefnunum sínum. Við gerum ráð fyrir því að þetta mun taka allan daginn. Þegar því er lokið þá þurfum við að laga, breyta eða bæta við því sem var rætt um á vörninni og þá verður þessu endanlega lokið. Við erum frekar sáttar með það sem við höfum gert og erum að vonast til þess að fá ekki mikið að athugasemdum. En maður veit svo sem aldrei. Eitt er víst, og það er að maður fær alltaf að laga eitthvað.

Helgin fór í próflestur hjá Jóni og laugardagurinn hjá mér fór í að hjálpa Kristveig með að undirbúa afmælið sitt. Svo var þvílíkt stuð hjá henni um kvöldið og við skemmtum okkur konunglega yfir júróvísjón.

föstudagur, maí 19, 2006

Kosningaáróður

Ég hef nú aldrei verið neitt voða hrifin af svona kroppakeppnum en ég get ekki staðist freistinguna en að biðja fólk um að kjósa hana Elísu sem er að keppa í þetta skiptið. Ef við ætlum að hafa einhverja gellu sem fulltrúa landsins þá er um að velja einhvern töffara með hausinn á réttum stað.
Þið getið kosið Elísu hér.
Fyrir þá sem eru að velta fyrir sér þessum óvænta áhuga mínum á ungfrú Ísland, þá er hún Elísa litla frænka mín og ég passaði hana þegar ég var yngri. Þetta er hress stelpa og sko alls-enginn dúkka... og ég man það núna að ég skulda henni ennþá í glas síðan á ættarmótinu fyrir einhverjum árum. Ég breyti því hér með í kampavínsflösku ef hún kemst í 3 efstu sætin.

Tremmað í hel

Hún Silvía Nótt stóð svo sannarlega við orð sín og "tremmaði þetta í hel!"

... bara ekki eins og við áttum von á.

fimmtudagur, maí 18, 2006

Ætli hún prumpi í fimmundum?

Við vorum að koma inn úr dyrunum af Belle & Sebastian tónleikunum og þeir fóru langt fram úr væntingum. Greinilega þaulvant fólk á ferð. Ég var samt hrifnust af trommaranum því hann leit meira út eins og karakter úr Tarantino-mynd, og var samt ekkert að reyna það. Svo var reyndar ein gellan ótrúlega hæfur tónlistarmaður, hún spilaði á fiðlu (sem er ekkert grín), þverflautu, hljómborð, trommu, blokkflautu, tamborín, bongótrommu, silafón og hristu. Svo þegar hún byrjaði að syngja líka, þá var mér nóg boðið. Mér finnst að það mætti dreifa svona hæfileikum meira jafnt á fólk. Ég er viss um að hún prumpar í fimmundum. En tónleikarnir voru á alla staði frábærir, enginn troðningur (ekki heldur þeirra stíll)og frábær framkoma og spilamennska. Söngvarinn var búin að tilkynna í dagblaðinu í dag að hann ætlaði að stage-dive-a, sem er náttla bara hlátur. Sjáið þið það ekki fyrir ykkur? Hann að rétt að klára við "boy with the arab strap" svo fleygir hann frá sér mækinum og hendir sér út í krádið öskrandi...neeee held ekki. En hann stóð samt við orð sín að hluta til. Hann skellti sér í alvörunni út í krádið og sat á öxlunum á einhverjum áhorfandanum og söng, nokkuð kúl stemming.

Annars var þetta góður endir á afkastamiklum degi. Meistaraverkið er tilbúið í prentun.

mánudagur, maí 15, 2006

When the masses desides on one thing, the hipsters do the opposite!




Svona smá tips fyrir þá sem hafa áhuga á að vita hvað meistaraverkið fjallar um.

Þolinmæði er dyggð!

"Já, og við hjá Skandiabankanum vorum að velta því fyrir okkur hvort það mætti ekki bjóða þér bankakort? Ég sé að þú hefur ekki sótt um slíkt, hefurðu kannski ekki áhuga fyrir slíku?" Þolinmæði er dyggð, það lærði ég svo sannarlega í dag. Eftir að hafa búið í Stokkhólmi í eitt og hálft ár, og eftir talsverðar margar ferðir í mismunandi banka til að betla um að opna reikning þá skein ljós lukkunnar á mig. Mér tókst nefnilega eftir mikið suð að fá að opna reikning hjá Skandia bankanum fyrir jólin. En það kom nú ekki til greina að ég fengi bankakort þar sem ég væri ekki með sænsk skilríki, héldu nú ekki! Usss.... þvílíkt ábyrgðarleysi (ath. kortin eru ekki með mynd þannig að ég myndi bara geta notað það sem hraðbankakort). Svo var bara hringt í mig í dag, bara svona upp úr þurru og þessi indælis stúlka ætlar bara að senda mér kortið heim. Í leiðinni bauð hún mér ókeypis tíma í fjármálaráðgjöf og ég þarf ekki að borga af kortinu í 2 ár, frí ferðatrygging og alles. Magnað...

Éta, éta, það er það sem þau geta!

"Éta, éta, það er það sem þau geta! Vinna, vinna... það er eitthvað minna!" Já, helgin hjá mér fór bara í það að baka, borða og sofa. Ég hlýt að hafa verið þreyttari en ég gerði ráð fyrir. Jón sat og lærði, þrælduglegur eins og venjulega. Ég gerði mitt í að trufla hann, en var mun stilltari en oft áður, ég bakaði bara báða dagana og svaf svo í sófanum með bók á andlitinu. Við gerðum tilraun til að fara út í lautarferð í dag. Vorum búin að pakka öllu niður (ég kvartaði mikið yfir því að hafa ekki fengið að kaupa lautarkörfuna sem ég sá um daginn "hugsaðu þér hvað hún hefði komið sér vel núna!" muldraði ég) og komin fyrir utan húsið hjá okkur. Þá dró fyrir sólu og það var bara ekkert hlýtt úti. Við hröðuðum okkur bara inn aftur og áttum indælis pikknikk við eldhúsborðið. Framundan í vikunni eru tónleikar, undankeppni í Júróvísjón, tuttuguogtíu afmæli hjá Kristveigu og skil á meistaraverkinu á fimmtudag...úhúúúhúúú.. spennó!

föstudagur, maí 12, 2006

Afslöppun í dag og dekrun á morgun

Jæja, það á víst bara að vera kalt um helgina. Hitinn á að fara alveg niður í heilar 15°. Einhvern veginn ætla ég ekki að láta það fara illa í mig, enda bara nokkuð gott útileguveður á mínum mælikvarða. Annars fer helgin í að dekra aðeins við Nonna því hann er á kafi í próflestri. Ég og Malin ákváðum svo að við hefðum verið ansi duglegar í vikunni og skelltum okkur bara niður að vatni á kaffihús í hádeginu. Svo létum við sólina sleikja okkur og eyddum svo restinni af deginum að versla. Það er svo mikið æði að hafa sinn eigin fatasnilling þegar maður fer að versla,hún hefur þvílíkt auga fyrir þessu, enda að vinna hjá H&M. Hún er s.s. stílistinn minn þessa dagana. Kannski hún eigi einhvern heiður að breyttu útliti síðan í fyrra. Madda var eitthvað að kommenta á það að við hefðum litið aðeins öðruvísi út á Valborg í fyrra, hvað finnst ykkur?

fimmtudagur, maí 11, 2006

Nennti ekki að hafa mig og blaðrið í mér...

*tungan út í kinn, skrifa nafnið, kennitöluna, seifa og senda* Já, og þar með var mínum síðasta kúrs á lífsleiðinni lokið, með þeim fyrirvara að kennarinn leyfi mér að ná. Það væri nú samt líka svoldið fyndið hjá mér að fara falla í lífs míns síðasta kúrs, svona til að bæta falli við lífsreynsluna. Mér hefur ekki tekist að falla ennþá, reyndar oft verið afar nálægt og því og ég hef kennara grunaðan um að eitt sinn hleypa mér í gegnum kúrs (hefði tæknilega séð ekki getað náð honum) því hann nennti ekki að hafa mig og blaðrið í mér aftur í tíma hjá sér. En ég kvarta ekki yfir því!
En nú var ég s.s. að ljúka kúrsinum "Art and Enterprises" og var að senda inn heimaprófi sem ég er búin að hafa hangandi yfir mér í 2 vikur. Framundan er bara að setja lokahönd á meistaraverkið. Við Malin sitjum saman heima hjá henni og pikkum í gríð og erg. D-dagur nálgast óðfluga og þá þarf allt að vera tilbúið. Við erum samt ansi duglegar að spjalla og fá okkur eitthvað gott að borða í hádeginu. Enda er Malin hreinræktaður Svíi, og maginn í henni virkar eins og klukka. Maður kemst ekkert upp með það að seinka matartímanum. Hann skal vera klukkan tólf og ekkert bull. Enda á þessi blíða stelpa til að breytast í versta skass ef hún fær ekki neitt í mallann sinn.
Svo er planið að slá öllu upp í kæruleysi og skella sér á Belle and Sebastian tónleika sem verða í næstu viku.
Þar til næst, ha det så bra!

þriðjudagur, maí 09, 2006

Jo, men snälla... hallåååå!

"einn, tveir, einn, tveir.. í takt nú!" Svona hljómuðum við á laugardaginn þegar við pöddluðum í kringum Kungsholmen. Það var ákveðin kúnst að ná að paddla í takt á tveggjamanna kajak, en þegar við náðum því þá flugum við af stað. Veðrið var yndislegt og sólin skein á okkur. Stundum varð svo heitt að það var hreinilega bara gott að fá smá vatnsskvettur á sig. Ferðin sjálf heppnaðist afar vel og það var alveg frábært að skoða Stokkhólm frá þessu sjónarhorni. Fyrir þá sem ekki vita þá er Kungsholmen eitt af miðsvæðum Stokkhólmar, og eyja, þar sem Stokkhólmur er að miklu leyti byggt á eyjum. Ætli það megi ekki segja að þetta sé svipað eins og að hafa farið á kajak í kringum 101 Reykjvík. Þegar við vorum komin hálfa leið þá stoppuðum við á strönd og fengum okkur nesti, afar ljúft líf. Ég komst að þeirri niðurstöðu að Stokkhólmur sé ein sú fallegasta borg sem ég hef farið til, og það að geta ferðast um hana á kajak gerir hana ennþá æðislegri. Heyrist það á mér, hvað ég er ástfangin?
Ferðin sjálf var víst um 9 kilómetrar og á einum stað urðum við að fara í gegnum göng. Þau voru svo lág að ég varð að leggjast á magan á kajakinn til að komast inn í þau, svo paddlaði ég til að draga kajakinn áfram meðan Jón lagðist á magann. Frekar skemmtilegt! Það var líka svolidð kómískt að geta paddlað fram hjá fólki sem sat fast í bílatraffík í góða veðrinu og geta vinkað til þeirra neðan úr kanalinum meðan maður brunaði fram hjá.
Kvöldið fór síðan í grillpartí hjá Sveinku og Gumma þar sem haldið var upp á afmælið hans Jóns og innflutninginn þeirra. Haldið að Jón hafi ekki hlotnast þessi rosa fína viskíflaska, takk kærlega fyrir hann! Þar var spilað kubb og skemmt sér ærlega. Ég fékk svo komment á það frá Svía að það væri byrjað að heyrast á sænskunni minni hvernig týpur væru með mér í náminu, og ég bara sko þvílíkt "jo, men snälla, hallåååå!"... öhömmm... það gæti verið eitthvað til í þessu...

mánudagur, maí 08, 2006

Pælingar varðandi Reykjavíkurflugvöll

Hæ allir saman. Ég varð bara að skrifa eithvað um þetta á bloggið mitt þar sem þetta er svo heitt umræðuefni heima á Íslandi núna. Ég var að lesa vísi.is í dag og rakst þá á þessa grein hér um nauðsyn þess að halda flugvellinum í reykjavík. Þetta er nokkuð mögnuð rökfærsla hjá manninum, ekki er hægt að hafa flugkennslu á flugvelli sem er samnýttur af bæði stórum flugvélum og litlum flugvélum. Það útilokar það að það sé hægt að kenna flug í Keflavík, og þar sem það sé svo dýrt að fara til Akureyrar eða Egilsstaða verði allir að flytja úr landi til að læra að fljúga. Þessi röksemdarfærsla minnir svoldið á röksemdarfærslu 4 ára barns sem fær ekki það sem það vill, til dæmis "Ef ég fæ ekki pulsu í kvöldmat, þá get ég bara ekki borðað neinn kvöldmat".

En er þá maðurinn að segja að það sé ódýrara að flytja erlendis en til Akureyrar? Á þá Reykjavíkurflugvöllur sér enga framtíð nema til flugnáms, þar sem aukið farþegaflug kemur til með að trufla flugnám, það má gera ráð fyrir að með vexti þjóðfélagsins og allra framkvæmdanna úti á landi aukist eithvað flugumferð til borgarinnar.

Og þá er það pælingin að reisa flugvöll á einhverri landfyllingu, búa til nýtt land svo hægt sé að lenda í miðbænum. Ekki er það neitt betra, þar sem aðal vesenið við það að hafa flugvöll í miðbænum eru öryggismál og þessi blessaða hæðarlína sem ekki má byggja yfir án þess að valda vandræðum fyrir aðflug. Ég spyr þá bara, er ekki ódýrara fyrir alla að byggja hverfið sem á að fara í vatnsmýrina bara á landfyllingunni í staðinn, og spara kostnaðinn við að rífa flugvöll og byggja hann aftur?

Svo er það annað mál. Skiptir það Hafnfirðinga, Garðbæinga og Kópavogsbúa einhverju máli hvort þeir þurfi að keyra í 20 mínútur í umferðateppu til að komast í flug á Reykjavíkurflugvelli, eða í 25 mínútur á hraðbraut til að komast til Keflavíkur? Íbúar þessa bæjarfélaga eru rétt um helmingur þeirra sem margir kalla "borgarbúa" en íbúar Reykjavíkur eru náttla bara rétt um 100.000 manns. Og hvað með allt fólkið sem býr næstum upp í Mosfellsbæ, er það ekki lengra í burtu frá Reykjavíkurflugvelli en Hafnfirðingar?

Jæja nú ætla ég að hætta, búinn að eyða of miklu af próflestrartímanum á að hneiksla mig á því að hver sem er virðist geta skrifað hvaða steypu sem er í hvaða fjölmiðil sem er heima án þess að vera einusinni með staðreyndirnar sínar á hreinu. Ég veit það að hérna úti yrði svona jólasveinn sagaður í tvennt, enda eru Stokkhólmarar (eins og margar aðrar þjóðir) að berjast fyrir því að loka flugvöllum inni í borgum, til að auka öryggi og þægindi íbúanna, eða eithvað í þá áttina. Ég á ennþá eftir að sjá vatnsþétta röksemdafærslu fyrir flutningi eða varðveitingu Reykjavíkurflugvallar í fjölmiðlum... Þangað til næst, þá ætla ég að segja frá Kajakferðinni okkar í kringum Kungshólman.

föstudagur, maí 05, 2006

Heitt, knús og bullshitt... samt ekki tengt hvort öðru!

Þá er mar komin heim og búin að knúsa kallinn heitt og innilega. Svona afmælisbörn eiga það líka skilið. Afmælishátíðin heldur svo áfram í fyrramálið þar sem við og nokkrir svíalingar ætlum að skella okkur á kajak í kringum Kungsholman. Þetta ætti að vera sirka 4 klst ferð og það er spáð 18°hita og sól, við skulum vona að spáin haldist. Annars var ferðin til Íslands rosa næs þó að það hafi verið mikið að gera. Ég hitti ótrúlega marga þó þetta hafi verið svona stuttur tími. Ég hitti pabba, mömmu, Höllu, Rósu, Svölu, Ólöfu, Jakob, Grétar, Jón, Ásgeir, Hrafnhildi, Guðjón, Emmu, Gabríel, Rósu, Donna, Guggu, Ástu, Andra Stein, Ingvar, Ellu, Möddu, Völu, Kidda, Jón Hall, Sigga og meira segja sá ég Elísu á vappi í Kringlunni og náði rétt að veifa.
Stuðið með Möddu var nokkuð hresst, en hún og Ella sannfærðu mig um að það væri nú ekki normal stemming í bænum. Enda var afar skrýtið vibe í gangi. En djammið var samt mjög hresst og skemmtilegt, fyrir utan ákveðið símavesen.
Ég kom við upp í Sléttuhlíð en var víst aðeins of snemma á ferð því að Donni hafði ætlað að festa epli í eplatrén okkar Jóns og reyna fá mig til að trúa að uppskeran væri svona rosa góð hjá honum. Hann Donni er alltaf samur við sig, grallaraspói!
Útdrátturinn úr ferðinni væri líklega sá að ég hafi gert það sem ég ætlaði mér og tremmað þetta í hel! Delivered the bullshit to the full... þeir sem skilja, vita hvað ég á við!
Það var svo yndislegt að koma aftur heim og sjá að sumarið kom meðan ég var í burtu. Hér er búin að vera 18° hiti og glampandi sól síðan ég kom. Jibbíkóla! Verst að ég er föst inni með heimapróf og mastersverkefni.

fimmtudagur, maí 04, 2006

Nú er ég orðinn 27 ára.. spáðu í því.


Hæhæ
Ég átti afmæli í gær, er orðinn 27 ára. Dagurinn hófst hjá mér á því að taka til í húsinu því Elísabet var að koma heim frá Íslandi, fór að sækja hana niður á T-Centralen. Fékk fullt af afmæliskveðjum frá vinum og ættingjum. Síðan fórum við svo að versla í matinn og fengum okkur afmæliskaffi, sem var bara upphitun fyrir átök kvöldsins (fórum út að borða á Jensens og svo á onsdags með strákunum). Ég fékk svo að opna afmælisgjöfina mína frá Elísabet fyrir kaffið. Og viti menn, haldið þið að ég hafi ekki bara fengið eldflaug í afmælisgjöf. Alvöru eldflaug, með rakettumótor og fallhlíf og öllu. Það verður gaman að skjóta henni upp, kanski núna um helgina, og já ég hljóma eins og lítill krakki, hehe. Síðan er planið að fara á Kajak um helgina, ætli það verði ekki svona hefðbundin veisla, og grill um kvöldið. Sjáum til hvernig veðrið verður.