fimmtudagur, mars 31, 2005

Fæst orð hafa minnsta ábyrgð

Það hefur verið frekar lítið skrifað hérna að undanförnu. Páskarnir komu og fóru, það sama gerði tengdó og nú er skólinn byrjaður á fullu farti. Jón er orðinn veikur, supprise, supprise... og hann er að fara í próf á morgun. Nánar tiltekið veikindapróf, því hann náði ekki að taka síðasta próf því þá var hann veikur. Sem betur fer er hann að skána og ætti að vera alveg hress á morgun.
Ég fékk skemmtilega símrhingingu á þriðjudagskvöldið. Það var Ragga, vinkona Helgu magadans-vinkonu minnar. Ragga þessi er s.s. búsett í Stokkhólmi og var að spá í að skella sér í magadans og var að spyrja ráða. Við spjölluðm helling saman og ákváðum að hittast sem fyrst á kaffihúsi. Nema hvað... næsta dag fæ ég hringinu frá Röggu þar sem hún spyr hvort ég sé ekki laus í lönsj því hún er einmitt á ferðinni niðrí bæ. Við ákváðum að hittast á Sergel torgi og til að finna hvor aðra þá segi ég að ég sé með mikið rautt hár og lítil og hún segir að ég hafi líklega séð hana áður, hún hefur verið svoldið í blöðunum heima sem "kynlífshjúkkan". Nohhh... það er ekkert minna, hugsaði ég. Við fórum á Líbanskan stað til að borða og það var bara ferlega gaman. Ragga er greinilega mjög hress og skemmtileg gella. Hún er víst að vinna hjá Novartis lyfjafyrirtækinu og var með Höllu systur í hjúkkunni. Og eins og öllum öðrum fá finnst henni ég vera alveg eins og systir mín. Ef einhverjum langar að lesa hvað þessi nýja vinkona mín hefur verið að skrifa þá er víst hægt að lesa það hér.
Kveðja,
Elísabet
P.s. Að þessu sinni voru málshættirnir í páskaeggjunum eftirfarandi:
Fæst orð hafa minnsta ábyrgð
Iðnin eykur alla mennt
Passar nokkuð vel við að þessu sinni...

þriðjudagur, mars 22, 2005

Páskarnir nálgast...

Tengdó kemur í heimsókn til okkar á morgun og við höfum þau sterklega grunuð um að hafa íslenskt lambalæri með í för og jafnvel páskaegg. Þetta ætla að verða alveg fínustu páskar, sýnist mér, íslenskt páskalamb, N&S páskaegg og T-mom og Gaui.

Ég keypti mér greinar af kirsuberjatré á Hötorginu á sunnudaginn, þarna í tjöldunum hjá blómasölunum. Ég setti þær í vatn og þær eiga að fara blómstra bráðlega. Það eru komnir knúppar á greinarnar þannig að ég bíð bara spennt. Þetta verður líklega eina páskaskrautið hjá mér í ár, já og svo set ég páskaungana af páskaegginu líka á greinarnar. Mikið vona ég að greinarnar blómstri fyrir mig! Kirsuberjatré er nefnilega gamall draumur og nú er ég loksins að sjá fram á hann rætast, þó að ekki sé nema í mýflugumynd.

Ég kenndi Ástu frænku í gær að skrifa komment í bloggið hjá mér. Þið getið séð afraksturinn hér. Viðurnefnið "uppáhalds" minnir mig að sé komið úr fjórða eða fimmta bekk í Engidalsskóla. Við vorum í Hundabeini í leikfimi og ég átti að keppa á móti Heiðu sem var sko allra fljótasti hlauparinn í skólanum. Ég var alveg jafnmikill íþróttaálfur þá og ég er nú, þannig að Ástu , skiljanlega, leist ekki á blikuna. Hún pikkaði í mig og sagði rosalega lúmsk á svipinn "Herru, Elísabet! Ef þú vinnur Heiðu, þá verðuru alveg uppáhalds, uppáhalds frænkan mín!". Þetta var náttla ekkert smá mikill heiður þannig að gerði ég allt sem ég mögulega gat og tókst á einhvern mjög undarlegan hátt að hlaupa með beinið í mark. Þetta er algjörlega einn af mínum hápunktum úr Engidalsskóla. Síðan þá hefur mér fundist ég alltaf bera skylda til að minna hana á þetta og sjálfsögðu titla mig "Elísabet uppáhalds" við hvert tækifæri.

Annars var ég aftur veik í dag en er að skána.
Kv,
Elísabet

Sjö, níu, þrettán!

Ég sat á föstudaginn í hádeginu í skólanum og var að spjalla við Jón í símann. Hann hafði alls ekki litið vel út um morguninn og var hreinlega svoldið veikur. Ég leit upp úr símanum og sagði við forvitin andlitin við borðið "Var að tala við kallinn!" svo hélt ég áfram: " Já, þetta er svoldið merkilegt! Kærastinn minn er eiginlega alltaf veikur. Ég held að ef einhver í Tunnelbananum hósti einhvers staðar, þá sýgur hann bakteríurnar í sig og veikist. Ég hinsvegar veikist aldrei, ég hef aldrei veikst síðan við komum hérna út. Ég held ég sé bara hraustari en hann, enda Húnvetningur í aðra og Vestfirðingur í hina ættina. Svo sakar held ég ekki að hafa verið í sveit í Skagafirði sem barn! En hann, neibb.... alltaf veikur!"

... svo mörg voru þau orð. Ég fór ekki í dag í skólann og líklega ekki á morgun. Afhverju? Jú, ég er lögst í rúmmið og Jón hjúkrar mér með glott á vör!

fimmtudagur, mars 17, 2005

Stress á sænsku

Ég held ég hafi bara verið að lenda í mest stressaðasta deginum hingað til, í Svíþjóð. Ég komst að því um hádegisbil, að 3 bls. samantektin sem ég átti að skila á morgun (og var ekki byrjuð á) átti víst að skilast í kvöld. Öhömm.... já og það sem betra var... hún átti víst að vera á sænsku. Enginn séns á ensku skili, eins og sumir höfðu gert ráð fyrir (nefni engin nöfn... en hef rússnesku gelluna sterklega undir grun... eða ekki!) Þannig að þá byrjaði nett panikk að byrja skrifa 3 bls. samantekt um kreatíva taktík í auglýsingagerð á hinu ylhýra sænska tungumáli. Ég get sagt ykkur það, að það fóru ófáir súkkulaðimolar uppí mig af einskærri hræðslu. Og nota bene... ég notaði orkuna af þeim um leið!
En svo kom Madda besta skinn eins og engill af hinum ofan og hjálpaði mér við þýðinguna. Hún skellti þessu bara yfir á sænsku fyrir mig eins og ekkert væri. Ég segi nú samt ekki að ég hafi ekkert gert, ég þýddi nokkur orð inn á milli og svona. Ég er bara ennþá alveg skít nervus að skrifa á sænsku. Þetta verkefni átti svo að dreifa til allra í bekknum og þeir áttu að fá að nota það í staðin fyrir kennslubókina. Ekki var það skárra, ég hefði alveg látið fylgja nokkrar málfræðivillur til kennarans án þess að svitna mikið. En allur bekkurinn... já og víst allir bekkir sem á eftir okkur koma... æjæjæjæjjj!

Jón var í prófinu í dag og segist bara hafa gengið vel. Hann er þó ekki alveg viss um hvað hann fær í prófinu þannig að við bíðum bara spennt eftir einkununum. Annars var planið víst það að ef hann fær flotta einkunn þá fær hann verðlaun. Því hærri einkunn, því flottari verðlaun. Mér finnst þetta mjög sniðugt plan :)
Nú verð ég að fara sofa í hausinn á mér, ég er alveg að sofna fram á lyklaborðið.

mánudagur, mars 14, 2005

Ósmekkleg gul/græn blóm

Nú er ég í skólanum og þarf að hanga hérna í klukkutíma og þar sem að ég er ekki með bækurnar með mér þá hef ég frekar lítið að gera. Mér fannst því tilvalið að skrifa smá pistil á bloggið, það er ýmislegt sem mér liggur á hjarta sem ég hef ekki getað komið frá mér vegna a) leti b) tímaskorts c) þreytu. A- liðurinn hefur samt áberandi vinninginn ef skoðaður er styrkur áhrifanna.
Eins og sum ykkar hafið sjálfsagt orðið var við þá er ég orðin talsvert þreytt á vetrinum hérna. Ég er búin að standa í þeirri trú síðan í byrjun febrúar að vorið sé bara rétt handan við hornið, en aldrei gerist neitt. Nú er ég aftur á móti búin að fá ákveðna sönnun fyrir því að veturinn sé að hörfa. Þessa sönnun hef ég orðið var við í neðanjarðarlestinni, eða réttara sagt, á brautarpallinum. Litlu skrautlegu hrákablómin, sem undanfarin vetur hefur skreytt umhverfið, hafa greinlega misst lit. Þegar ég geng um brautarpallinn og passa að stíga ekki á "blómin" þá hefur litagleðin í þeim greinlega minnkað. Engir gul, græn, appelsínu/rauð/græn blóm lengur sem skreyta lestarstöðvarnar. Þau eru orðin gegnsæ eins og draugar. Af þessu hef ég áætlað að inflúensan og vetrarkvefið er að kveðja og stokkhólmarar eru orðnir frekar hressir til heilsunnar, þar af leiðir... nú hlýtur vorið að vera að koma!

sunnudagur, mars 13, 2005

Þvílík matarveisla!

Gærdagurinn var bara nokkuð góður verð ég að segja! Við fórum í mat til Sveinbjargar og Gumma og fengum alveg brillíant góðan mat. Nautasteik, serrano skinku, ekta heimalagaða bernaise sósu og babbellur. Man, hvað ég var södd á eftir. Við horfðum síðan á sænku undankeppnina í júróvision. Það var nefnilega loksins komið að síðustu og úrslitakeppninni hérna úti. Við skemmtum okkur alveg konunglega við að horfa á hana. Mig grunar sterklega að rauðvíni hafi aðeins hjálpað til. Það var allaveganna mikið hlegið. Á leiðinni heim vorum við Jón að tala um hversu ótrúlega spræk Sveinbjörg er miðað við þessa risa kúlu sem er framan á henni. Hún var á sprettinum um alla íbúð og eldhúsið að taka til matinn og það var ekki að sjá á henni að hún fyndi neitt fyrir óléttunni, svona fyrir utan þegar hún rak bumbuna í hluti.
Svo fer að líða að því að tengdó fari að koma í heimsókn. Það verður voðalega notó að hafa þau hjá okkur um páskana. Það verður reyndar þröngt við eldhúsborðið, en bara því meira kósí og ekta stúdenta-páskar fyrir vikið. Ég vona að Stokkhólmur fari að hrista af sér vetrarbúningin svo þau fái smá sýnishorn af vorinu hér. Mér hlakkar virkilega til vorsins og þá sérstaklega að sjá ávaxtatrén í blóma. Það er alveg komið nóg af snjó og kulda.

föstudagur, mars 11, 2005

Þá er prófið búið!

Þá er prófinu lokið. Það gekk svo sem ágætlega og ég held að ég hafi bara alveg náð því. Ég fékk líka einkunn úr síðasta prófi og var það fullt hús stiga ásamt fyrirsögninni " Utmärkt!" og ég held ég megi bara vera sátt með það.
Ég fór meira segja eftir skóla og keypti mér smá kókosbollur svona til að halda smá uppá. Annars sé ég fram á lítið annað en lærdóm, lærdóm og meiri lærdóm í næstu viku. Frekar týpískt, nú hefur Sveinbjörg ekkert að gera og þá er allt brjálað hjá mér.
Meira seinna!

þriðjudagur, mars 08, 2005

Flugskeytasafn

Það var rosalega fínt í Arboga. Við vorum rosa sátt með ferðina. Jón fékk að fara í flugskeytasafn og skoða milljón tegundir af mismunandi flugskeytum, og svo fékk hann líka að fara upp í orrustuþotu og prófa smá. Þotan hafði þá verið tengd við simulator og maður fékk að nota öll stjórntækin eins og í alvörrrrunni! Ég hélt að munnvikin myndu ná saman í hnakkanum á honum þegar hann kom út úr græjunni. Þetta var eins og jólin væru komin!
Annars er bara próflestur í gangi á heimilinu. Jón fer í próf í fyrramálið og ég í próf á föstudag. Jón fór á fund í dag varðandi lokaverkefnið sitt. Það er best að hann segi ykkur frá því.
Góða nótt!

fimmtudagur, mars 03, 2005

"We're going on a minibreak! "

Nú get ég loksins sagt eins og hetjan mín hún Bridget Jones " We're going on a minibreak!". Haldiði að við höfum ekki ákveðið bara í dag að fara í sveitina í heimsókn á morgun. Við ætlum að heimsækja Grétar frænda og Jenný í Arboga og gista hjá þeim í eina nótt. Ef einhver man ekki eftir síðustu heimsókn í Arboga, þá var það þegar pabbi og mamma voru í heimsókn hjá okkur. Sú heimsókn einkenndist af miklu áti, sveppatínslu og skoðunarferðum. Það verður ágætt fyrir okkur að skipta aðeins um umhverfi, klappa hestunum og svona. Grétar og Jenný voru einmitt að fá íslensku hestana sína senda til sín síðasta mánudag. Jón stefnir svo á próf á miðvikudag þannig að við ætlum að koma heim á laugardag svo hann hafi allan sunnudaginn til að læra.
Annars er allt við sama heygarðshornið í skólanum hjá mér, mjög rólegt. Ég er að byggja upp með mér þvílíkan kvíða því mér finnst eins og ég eigi að vera læra eins og brjálæðingur en það er ekkert fyrir mig að gera. Jú, nema lesa bækurnar og það er ég einmitt að gera...(hvað er þetta! þó mar byrji á Arnaldi Indriðasyni til að hita upp! Bækurnar verða þó teknar með í lestarferðina.
Meira eftir helgi!

miðvikudagur, mars 02, 2005

Sól í sinni

Það er einhvern veginn voða lítið að frétta þessa dagana. Fyrir utan að Stokkhólmur er að drukkna í snjó en það sem gerir dagana góða er það að sólin skín eins og brjáluð er frá kl.6 á morgnanna fram til kl: 17. Maður fær alveg þvílíka ofbirtu í augun, himinn er alveg tær og ef maður hlustar vel að þá heyrir maður fuglana tísta. Fólkið í strætó er léttara í skapi og léttarstjórarnir eru bara virkilega næs (í gær opnaði einn lestina fyrir okkur, þó hann væri búin að loka henni... tvisvar). Á svona dögum er bara einhvern veginn léttara að vera til. Borgin fyllist af von um að vorið sé rétt framundan. Maður setur bara sólgleraugun á nefið, keppist við að skoða auglýsingar um vortískuna og reynir að leiða 15° frostið hjá sér.
Góða nótt!