Nú er ég orðinn 27 ára.. spáðu í því.
Hæhæ
Ég átti afmæli í gær, er orðinn 27 ára. Dagurinn hófst hjá mér á því að taka til í húsinu því Elísabet var að koma heim frá Íslandi, fór að sækja hana niður á T-Centralen. Fékk fullt af afmæliskveðjum frá vinum og ættingjum. Síðan fórum við svo að versla í matinn og fengum okkur afmæliskaffi, sem var bara upphitun fyrir átök kvöldsins (fórum út að borða á Jensens og svo á onsdags með strákunum). Ég fékk svo að opna afmælisgjöfina mína frá Elísabet fyrir kaffið. Og viti menn, haldið þið að ég hafi ekki bara fengið eldflaug í afmælisgjöf. Alvöru eldflaug, með rakettumótor og fallhlíf og öllu. Það verður gaman að skjóta henni upp, kanski núna um helgina, og já ég hljóma eins og lítill krakki, hehe. Síðan er planið að fara á Kajak um helgina, ætli það verði ekki svona hefðbundin veisla, og grill um kvöldið. Sjáum til hvernig veðrið verður.
5 Comments:
hey til hamingju með afmælið frændi.... geðveikt kúl afmælisgjöf.... væri alveg til í að sjá þessa flaug skjótast á loft... góða skemmtun
Já innilega til hamingju með daginn - var að reyna að setja inn kveðjuna en hún týndist alltaf.
Tölvusérfræðingurinn ég... hehe
Alla vega ástarkveðjur frá Fróni.
Mamma.
Til hamingju með afmælið, værum til í að sjá eldflauginni skotið á loft. Eigum eftir að sýna Baldri flöskuflaugina úti í garði!
Elsku frændi, innilega til hamingju með 3.maí..... ég mundi vel eftir deginum og ætlaði svo sannarlega að senda þér kveðju, en svo er bara allt í einu kominn laugardagurinn 6. maí.....en betra er seint en aldrei.
Njótið nú sumarsins elskurnar.
Hafið þið eitthvað skellt ykkur til Uppsala?, ef ekki þá ráðlegg ég ykkur að fara þangað. Virkilega fallegur bær og hægt að kíkja á Steninge slott í leiðinni sem er fyrir utan Sigtuna.
Bestu kveðjur frá Ólunum og mér.
Takk fyrir kveðjurnar. Já við erum búin að fara til Uppsala, mjög skemmtilegur bær. Var þar núna síðast á Valborgarmessunni og fylgdist með nemendum við háskólann þar sigla á furðubátum niður ánna sem liggur í gegnum Uppsali. Síðan skoðuðum við bæinn og fórum í pikknikk við höllina.
Mæli með því að kíkja á Valborgarmessuna þar, svoldið eins og þjóðhátíð í eyjum, fyrir utan regngallann og drullubrekkuna :)
Skrifa ummæli
<< Home