sunnudagur, maí 21, 2006

Vörnin

Þá er víst komið að vörninni minn, hún er á morgun. Þetta er nú ekki alveg jafn fansí eins og í KTH. Ég og Malin munum sitja með öðrum í hópnum okkar (sirka 15-20 pers.) og svo mun fólk spyrja hvort annað út úr verkefnunum sínum. Við gerum ráð fyrir því að þetta mun taka allan daginn. Þegar því er lokið þá þurfum við að laga, breyta eða bæta við því sem var rætt um á vörninni og þá verður þessu endanlega lokið. Við erum frekar sáttar með það sem við höfum gert og erum að vonast til þess að fá ekki mikið að athugasemdum. En maður veit svo sem aldrei. Eitt er víst, og það er að maður fær alltaf að laga eitthvað.

Helgin fór í próflestur hjá Jóni og laugardagurinn hjá mér fór í að hjálpa Kristveig með að undirbúa afmælið sitt. Svo var þvílíkt stuð hjá henni um kvöldið og við skemmtum okkur konunglega yfir júróvísjón.

2 Comments:

Blogger Magdalena said...

Gangi þér vel á morgun Beta mín!

22 maí, 2006 01:00  
Anonymous Nafnlaus said...

Gangi þér vel í vörninni!
t & co berlin

22 maí, 2006 14:55  

Skrifa ummæli

<< Home