laugardagur, desember 24, 2005

Gleðileg jól!

Þá eru jólin um það bil að renna í garð. Við erum búin með allt okkar og jólabaðið einungis eftir. Við eigum reyndar öll jólakortin eftir en ákváðum að sleppa þeim í þetta sinnið og vera afar umhverfisvæn á sænska vísu og senda rafræna kveðju til allra vina og ættingja.

Gleðileg jól kæru vinir, nær og fjær. Vonandi hafið þið haft það gott á árinu sem er að líða og vonandi verður hið næsta enn betra fyrir alla. Hafið það sem allra best um jólin.

Ástarkveðjur,
Elísabet og Jón Grétar

mánudagur, desember 19, 2005

I'll be home for christmas!

Þá erum við komin heim. Það verður að viðurkennast að það er voða notó að vera hérna. Láta foreldrana stjana aðeins við sig og sofa út. Annars verðum við með gömlu símanúmerin okkar ef einhver vill ná í okkur. Þau eru:
Elísabet s: 6953547
Jón Grétar s: 6945661

Annars fékk ég að loksins í dag að hitta litlu "sænsku" frænkuna mína. Ég sagði frá því í haust þegar hún fæddist. Hún er dóttir hans Grétars frænda í Arboga, þau voru að koma heim í dag til að vera um jólin. Og getið hvað... haldið að hann hafi ekki tilkynnt mér að litla prinsessan eigi að vera skírð Hildur Elísabet Grétarsdóttir, í höfuði á mér. Ég átti bara ekki til orð (sem þið verðið að viðurkenna, það gerist ekki oft)og fór bara hálf hjá mér. En ég er ekkert smá montin að fá svona litla prinsessu sem næstum því alnöfnu. Og hún er algjörg krútt... og hún er ekki rauðhærð, svona fyrir ykkur sem eruð að velta því fyrir sér.

Næstu dagar hjá okkur fara líklega bara í rólegheit og afslöppun. Það er búið að kaupa alla jólapakka og pakka þeim inn og ekki þurfum við að hafa áhyggjur af steikinni þar sem við munum ekki gera annað en að þeytast á milli jólaboða.

Hafið það gott og reynið að njóta jólaundirbúningsins!

föstudagur, desember 16, 2005

Fréttir og jólagjafir

Jæja, við erum búin að vera á haus undanfarna daga og ekki komist í að blogga mikið (reyndar er ég ótrúlega slappur við þetta). Við erum komin í jólafrí frá skólanum og búin að skila af okkur flestum verkefnum, kaupa jólaföt, jólagjafir, fara í klippingu og svo framvegis. Elísabet fór í útskriftina hjá Möddu vinkonu okkar til Skövde (vona að ég hafi skrifað þetta rétt) og hitti þar nokkra Íslendinga. Ég gat því miður ekki kíkt því ég var að kynna viðskiptaáætlunina mína fyrir nefnd af þykjustu fjárfestum (partur af lokaeinkun í einum kúrs) og gekk það bara ágætlega. Einn í hópnum mínum var að selja veitingarhús sem hann rak í ár í miðbæ Stokkhólms svo hann mætti í Armani jakkafötunum sínum, held jafnvel að það hafi hækkað hjá okkur einkunina um 1 heilann :)

Anyway, ósköp lítið að frétta af okkur. Okkur hlakkar til að koma til Íslands og hitta fólkið aftur, erum bara búin að heimsækja ísland í 2 vikur í ár þannig að það verður stuð að fara heim aftur, segja eithvað af sögum frá Svíþjóð og heyra af fólkinu.

miðvikudagur, desember 07, 2005

Beta bleika er ekki til...

Í tilefni af commentum sem ég fékk eftir síðasta blogg, þá langar mig að koma með stórmerkilega tísku yfirlýsingu. Elísabet er ný og breytt manneskja. Eftir að ég flutti út þá hefur fatasmekkurinn breyst heilmikið (eða í þeirri trú stend ég). Sem dæmi um það má nefna það að það er einungis 2 rauðar flíkur til í fataskápnum mínum og ekki ein einastableik flík til. Ég veit að það er ótrúlegt en satt en þessa dagana sést ég einungis í brúnu, svörtu, hvítu, kremuðu, smá grænu og gallabuxum. Ég held að uppáhaldsliturinn þessa dagana sé svart... enda hrikalega inn að vera í svörtu, skilliði... ýkt kúl skooo!!!
Til að styðja mitt mál þá langar mig að biðja þá sem umgangast mig hérna úti að commenta á þetta. Bara svo að fólk trúi mér heima. Ég veit vel að þetta er mikið til að meðtaka og erfitt að sæta sig við, sérstaklega þar sem ég var eins bleik og ég var... en tímarnir breytast og mennirnir með. Beta bleika er því miður horfin.

Þannig að varðandi jólagjafirnar þá er allt vel þegið sem er eitthvað af eftirfarandi:
-kynæsandi
-dekur
-nammi...sumt breytist aldrei
-og það má alveg heyrast í pakkanum...
-mjúkir pakkar líka velkomnir

Kv, Beta Brúna!

P.s. held að við skellum bara upp óskalista, alveg eins og þegar mar var lítill!

mánudagur, desember 05, 2005

Jólaóskalisti?

Það hefur aðeins örlað á því að undanförnu að vinir og ættingjar hafi verið að spyrja okkur um hvað okkur langar í jólagjöf. Ég var að velta því fyrir mér hvort við ættum að birta jólaóskalista á blogginu. Hvað finnst ykkur? Kommentið hjá okkur hvað ykkur finnst?

sunnudagur, desember 04, 2005

Smávinir litlu...

Því miður virðist snjórinn okkar að hverfa... sniff, sniff. Það ringdi í dag og á að rigna meira á morgun. Það merkilega þó er að undan snjónum kom grænt gras. Grasið hérna í Stokkhólmi hefur ekkert fölnað síðan í sumar og er svona fallega grænt ennþá. Það er kannski ágætt fyrir litlu nágrannanna okkar, kanínurnar. Við höfum verið að sjá þær skoppa hérna um og þegar snjóaði og var orðið kalt þá komu þær alveg upp að inngangnum hjá okkur og leituðu í hitan í garðinum á milli húsanna. Æji, ég fann bara eiginlega til með þeim þegar maður sá þær á kafi í snjó. Svo fór ég að velta fyrir mér, ætli það sé hægt að gefa þeim eins og mar gefur smáfuglunum á veturnar? Og hvað ætti mar þá að gefa þeim, gulrót og salat? Ég veit að þetta er kannski hálf kjánalegar pælingar en þessar kanínur eiga alveg sweetspot í mér eftir sumarið. Meira segja seint í haust sá maður litla kanínuunga hoppandi um, og mér finnst ferlega leiðinlegt að vita af þeim út í frostinu. Svona er maður nú orðin klikkaður... hafandi áhyggjur af dýrum sem eru ekki vön neinu öðru en þessu. Jæja, ef þetta eru aðaláhyggjurnar þá þarf maður nú ekki að kvarta mikið, svo mikið er satt.
Annars er ég búin að vera á kafi í síðustu viku og verð það alveg fram á fimmtudag. Eftir það vona ég að þetta fari að róast hjá mér.
Fyrir þá sem eru að spá í að senda okkur Jóni jólakort þá mæli ég með því að þau verði send annað hvort á

Breiðvang 39
220 Hafnarfjörð

eða á

Klapparholt 10
220 Hafnarfjörður

Jólahafrar

Hér er Svíþjóð er jóla-hefð fyrir því að búa til risastóra geithafra úr hálmi og reisa á bæjartorgum, svona svipað eins og jólatrén. Því miður hefur þessi hefð skapað aðra hefð, sem er ekki alveg eins jólaleg. Það hefur víst orðið hefð hjá óprúttnum aðilum að kveikja í þessum jólahöfrum. Stærsti geithafurinn í Svíþjóð varð hefðinni að bráð í gær. Hann náði einungis að verða vikugamall áður en hann var brenndur. Lögreglan á staðnum er með tvo grunaða í haldi, annar þeirra grunuðu er klæddur eins og jólasveinninn og hinn eins og piparkökustrákurinn.
Ekki segja svo að Svíar hafi ekki húmor!

föstudagur, desember 02, 2005

Eins og eithvað frá Jay Leno

Ég verð bara að nefna þetta hérna á blogginu, mér finnst þetta algjör snilld. Ég var að lesa morgunblaðið og rakst þar á grein sem sagði frá því hvernig innbrotsþjófur sem var að brjótast inn í bíla í Reykjavík var handsamaður af árvökulum vegfaranda. Sagan sjálf er svo sem ekkert sérstök, en kringumstæðurnar eru eithvað sem maður býst bara við að sjá í "Headlines" í þættinum hjá Jay Leno, "Stupid criminals". Haldiði að snillingurinn hafi ekki verið að brjótast inn í bíla fyrir utan líkamsræktarstöð, og af sjálfsögðu kom einhver steraköggullinn að honum og tók hann haustaki, eftir að krimmin hafði meira að segja lamið hann í skallann með hafnarbolltakylfu. Þvílíkur snilli :) Hvar á höfuðborgarsvæðinu finnur maður meira að hraustu fólki en í einni stærstu líkamsræktarstöðinni, WorldClass í Laugardal.. moahaha...

Hvað næst "Vasaþjófur handsamaður á Júdóæfingu hjá Víkingasveitinni"... hahaha