Nikulás Hrafn Jónsson
Litli pilturinn okkar var skírðu í gær og við nýttum tækifærið og opinberuðum nafnið hans. Hann heitir Nikulás Hrafn. Dagurinn í gær var valinn því að fyrir akkúrat 29 árum var Jón Grétar skírður, sama dag giftu foreldar Jóns sig, og Rósa amma Jóns á afmæli. Skírnin var haldin í Sléttuhlíðinni og þar sem veðrið var svo gott þá var athöfnin bara haldin úti á milli blómstrandi reynitrjánna.
Dagurinn tókst alveg ótrúlega vel, og eyddum við honum í Sléttuhlíðinni þar sem var grillað og borðuð kaka. Hrafns nafnið er frá ömmu hans, henni Hrafnhildi, en Nikulás var út í loftið. Hinsvegar komumst við að því í veislunni að langalangaamma Jóns hét Elísabet Nikulásdóttir, þannig að þetta var þá ekki svo út í loftið eftir allt saman.
1 Comments:
Innilega til hamingju með nafnið og daginn, þetta hefur verið mjög fallegur dagur enn og aftur Til hamingju.
Kveðja frá Sigrúnu Neskaupstað
Skrifa ummæli
<< Home