fimmtudagur, mars 27, 2008

Yfirlýsing vegna einhliða upptöku...

Við, fjölskyldan, höfum ákveðið í sameiningu einhliða upptöku evrunnar. Ástand efnahagslífsins á Íslandi hefur verið á þann veg að ekki er viðunandi og höfum við því ákveðið að taka upp evrunar sem opinberan gjaldmiðil heimilisins. Við höfum fulla trú á átakinu þó einhverjir byrjunarörðuleikar hafi orðið, t.d. virðist markaðurinn ekki vera nægilega framsýnn til að taka slíku átaki og harðneitar Dominos að taka við greiðslum í evrum. Einnig eru starfsmenn verslana tregir við að umreikna verð í íslenskum krónum yfir í evrur fyrir mann. Við viljum þó meina að það sé aðallega vegna þess að það sé ekkert hægt að muna gengið, það breytist svo hratt. Við höldum þó ótröð áfram og stefnum á að gera skattaskýrsluna 2008 upp í evrum. Nú þarf bara að sannfæra fæðingarorlofssjóð um ágæti evrunnar.

Þess skal þó tekið fram að við höfum hugsað okkur að halda okkur við íslenskuna í bili, þó önnur tungumál hafa verið skoðuð sem mögulegir kandidatar í hennar stað. Helst má þá nefna finnsku, þýsku og frönsku... finnskan hefur þó vinningin fram yfir önnur, enda fá mál sem státa af einsmiklli hljómfegurð. Einhliða upptaka á finnsku á heimilinu er þá líklega næsta skref heimilisins.

Í milli tíðinni stefnum við á einhliða upptöku barnadóts á heimilinu, einhliða upptöku á grillinu okkar fyrir sumarið, einhliða upptöku á fæðingarorlofinu okkar og loks einhliða upptökur af væntanlegum erfingja með myndbandsupptökuvél.

2 Comments:

Anonymous Nafnlaus said...

hahahaha

31 mars, 2008 16:09  
Anonymous Nafnlaus said...

Lýst vel á þetta hjá ykkur :)

31 mars, 2008 18:07  

Skrifa ummæli

<< Home