fimmtudagur, maí 25, 2006

Til hamingu! Hvað er málið með þessa fullu Svía?

Ég var svona reiður
Jæja, við vorum að koma tilbaka frá Ragga og fjölskyldu. Maður getur víst kallað þau fjölskyldu af fullri alvöru, þar sem þau eru búin að eignast myndarlegustu stelpu (fyrir þá sem hafa hægan fattara, myndin er ekki af henni). Það var gaman að hitta þau og barninu leið vel, við tókum með okkur litla vöggugjöf og sænska prinsessu-tertu að mér skilst. Svo ákváðum við að skella okkur heim um klukkan 11, þá fyrst hófust ævintýrin. Lestin var pakkfull af "hjólhýsahyski" á leiðinni heim af poppaganda, við vorum svo "heppin" að rétt ná að troða okkur inn í lestina þar sem fyrir voru sænskir nemar, í góðri sveiflu, sem voru svo vinarlegir að henda í okkur bjórdós (fullri) þegar við stigum af... Greyið Elísabet þarf að setja jakkann sinn í þvott og allt, mér hefur aldrei langað jafn mikið til að segja einhverjum til syndanna, verst að ég hef takmarkaðann orðaforða til verksins... :(

Ég hef þá nú grunaða um að hafa ætlað að hitta einhvern annann með dósinni, en fyrr má nú rota en dauðrota. Það var líka ekki hátt á þeim risið þegar þeir áttuðu sig á því að þeir höfðu kastað dósinni í minnsta kvennmanninn í allri lestinni. Þeir minntu mig óþægilega mikið á hóp gamalla grunnskólafélaga (sem ætla aldrei að fullorðnast). Héðan í frá blæs ég á allar fullyrðingar þess eðlis að græna og rauða línan séu öruggari/betri/traustari línur en hver önnur. Þess má nefnilega geta að á bláu línunni hafði enginn ælt og það sá ekki meira á fólkinu en á mánudagsmorgni, sennilega svipað og í Þverbananum. Jæja nóg í bili, næst tek ég Hulk á þessa gaura, ríf utan af mér fötin og öskra á þá, "AAARRGGHHH!!", en eftir það þarf ég sennilega að hlaupa í burtu því allt kúlið mitt er farið...

1 Comments:

Blogger Magdalena said...

Mér fannst græna línan milli Odenplan og Högtorget alltaf mun skuggalegri en mín elskulega Bláa lína uppí Solna ;)

26 maí, 2006 00:23  

Skrifa ummæli

<< Home