fimmtudagur, maí 25, 2006

Jarðskjálfti?

Þegar ég kíkti í fréttirnar í morgun þá hafði víst verið jarðskjálfti hérna í Stokkhólm. Í ákveðnum bæjarhlutum þá þeyttist fólk út á götu skelfingu lostið. Jarðskjálftinn var ekki nema tveir á richter, en það var nóg, Aftonbladet hafði nóg til að velta sér upp úr. Helsta fréttin var að það koma sprunga í rúðuna hjá einhverjum, hvernig svo sem honum tókst það.
Mig grunar samt að ef það yrði einhvern tíman "alvörrru" jarðskjálfti hérna, þá mundu mun fleiri deyja úr hræðslu en af beinum afleiðingum jarðskjálftans.
Ég er svo sem ósköp fegin að losna við jarðskjálfta. Eftir 17. júní dæmið hérna um árið er ég ekkert hrifin að láta jörðina hreyfast undir mér. Jaa... nema þegar... ja nei, best að sleppa því.

1 Comments:

Anonymous Nafnlaus said...

Ég elska jarðskjálfta, eða réttara sagt ég fæ kikk út úr því að finna jörðina sjálfa undir mér.....mundi sennilega ekki fíla einhvern risa skjálfta sem hefur einhverjar slæmar afleiðingar en einhverja svona smá kippi elska ég.....hehehehe!! Kveðja Ella klikk :)

25 maí, 2006 18:28  

Skrifa ummæli

<< Home