sunnudagur, júní 18, 2006

Yndisleg vika og gamlar syndir

Ég og Jón erum búin að hafa það svo gott þessa vikuna að þið trúið því bara ekki. Á þriðjudag vorum við í mat hjá Ragga og kó, á miðvikudag var okkur boðið í þvílíka steik hjá Sveinku og Gumma, í gær fórum við í þvílíkt skemmtilegt strandar pikk-nikk/innflutningsgrill hjá Kollu og Andra. Þar var þvílíkt gaman og við skemmtum okkur konunglega. Fólk synti í vatninu, svo var grillað og skotið upp rakettunni hans Jóns... og omg hvað hún fór langt upp!!!
Þannig að heilsan var ekki upp á svo marga fiska í dag, en hún Dagný tók að sér að bjarga því og bauð öllum í 17. júní kaffiboð með öllu tilheyrandi og landsleiknum líka.

Ég er búin að sitja sveitt við að reyna setja inn fleiri myndir þannig að hér eru komnar inn nokkrar gamlar syndir.

Stokkhólms gellu partí
Afmælið hennar Kollu
Grillpartí hjá Hrannari

fimmtudagur, júní 15, 2006

Jibbíííí!!!

Frú Marianne Nilsson, leiðbeinandinn minn, hringdi í mig eldsnemma í gærmorgun. Hún var út á "landstället" (sem ég held að þýðist sem annaðhvort sveitabær eða sumarbústaður)og hafði víst flett mér upp á netinu. Mundi eftir þessu íslenska nafni sagði hún. Svo sagði hún að henni fyndist meistaraverkið alveg frábært og vildi bara segja okkur að hún ætlar að gefa okkur VG!!! Jibbbííííííí!!!

P.s. það eru komnar inn myndir úr kajakferðinni og svo nokkrar ljósmyndir sem ég hef verið að leika mér að taka.
P.p.s VG er hæsta einkunn

mánudagur, júní 12, 2006

Summertime, and the living is easy...

"Summertime... and the living is easy". Alveg finnst mér þetta lag vera undirspilið þessa dagana. Þegar ég heyri þetta lag þá næstum því finn ég hvernig sólin skín miskunnarlaust og söngkonunni er svo heitt að hún varla orkar að syngja lagið. Það er einmitt þannig sem okkur líður núna. Það er búið að vera svo rosalega heitt hérna, og það á ekkert rosalega vel við svona "ginger" eins og mig. Við Jón berjumst við sitt hvort vandamálið, ég reyni að halda mig í skugganum svo ég brenni ekki, en Jón er að berjast við bóndabrúnkuna. Það þarf bara að öskra "sól", þá tekur hann lit og þessa dagana þá má hann ekki stinga nefinu út án þess að fá nýjar línur á kroppinn. Ætli það sé hægt að fá stuttermaboli sem hleypa sólskininu í gegn?

Við fórum svo út í dag og versluðum okkar hina fínustu viftu, enda var hitinn í íbúðinni okkar fullmikill. Klukkan er núna hálf ellefu um kvöld og hitinn er 28°, þannig að þið skiljið að viftann er algjörlega nauðsynleg fjárfesting. Veðurspáin er svo "það sama" áfram út mánuðinn.

fimmtudagur, júní 08, 2006

Tímamót!

Í morgun gerðist sá merkilegi hlutur að Meistaraverkinu, í allri sinni dýrð, var endanlega skilað inn. Hér með er minni skólagöngu, vonandi, endanlega lokið.

miðvikudagur, júní 07, 2006

KTH próftökumeistari 2006

Jæja, var að koma heim úr prófi, kom við í búðinni að kaupa smá í matinn. Þegar maður er búinn að vera svona lengi í próflestri þá er maður búinn að borða allt úr ísskápnum, átti ekkert eftir nema parmesan ost, sultu og sinnep... gat ómögulega mixað það saman í almennilega máltíð þannig að það var fínt að kaupa eithvað meira. Allavega, hlakka mikið til á föstudaginn því þá er síðasta prófið mitt í bili og Elísabet kemur heim :D

Annars las ég það á textavarpinu í hjá SVT að Geir H. Haarde er orðinn forsætisráðherra, til hamingju með það Geir. Spurning hvort það sé nokkuð spennandi að vera forsætisráðherra á þessum síðustu og verstu tímum, enginn annar virðist nenna því...

Einnig í fréttum, Friðrik Sophusson, forstjóri Landsvirkjunar, á fín ummæli í þessari gein hér á mbl.is. Í lokin opinberar hann vanþekkingu sína með því að slá því fram að vatnsaflsvirkjanir vinni móti hlýnun andrúmsloftsins (myndun gróðurhúsalofttegunda), en til að gera það þyrfti vatnaflsvirkjunin að binda gróðurhúsalofttegundir eða kæla loftið. Síðast þegar ég vissi gerðu þær hvorugt, og eru þær því hlutlausar. Ef að þetta væri rétt sem hann segir, gætum við byggt vatnsaflsvirkjanir út um allt og kælt andrúmsloftið... eða hvað?

Jæja, silfri jóns lokið í bili :)

þriðjudagur, júní 06, 2006

Fréttir frá Stokkhólmi



Jæja, nú er Elísabet farin heim að vinna, ég sit hérna einn og yfirgefinn í Stokkhólmi að læra fyrir próf. Sem betur fer kemur betri helmingurinn aftur út þann 9. þessa mánaðar. Við ætlum að eyða svo sumrinu saman á einhverju flakki. Það er búið að vera hörku stuð hérna í Stokkhólmi, mamma og pabbi komu í heimsókn tveim dögum eftir að Elísabet fór til Íslands, og stoppuðu í nokkra daga. Við skoðuðum Stokkhólm og njutum lífsins. Stoppið í Stokkhólmi var síðasta stoppið þeirra á ferðalagi sem þau fóru í með lögreglukórnum . Þau fóru til Finnlands, Rússlands, Eistlands og Svíþjóðar og það var víst heljarinnar stuð. Heimsóknin var fín, það eina sem við lentum í var að vindsængin okkar betu, sem ég ætlaði að krassa á var sprungin, og lak öllu loftinu, svo ég svaf bara í sófanum (mamma og pabbi fengu að gista í rúminu mínu). Ég rifjaði því upp síðasta skipti sem ég lánaði vindsængina, sem var til tveggja félaga minna sem voru með "sleep over" ... eithvað hefur nú gengið á, förum ekki nánar út í það hér :)

En annars gengur lífið bara sinn vanagang hér, prógrammið er eftirfarandi:
a) vakna
b) borða
c) læra
d) while (!(klukkan == 10))
           goto b)
e) sofa
f) goto a)

En svo lendir forritið stundum í því að krassa og ég fer að lesa eithvað á netinu... hmmm, já eða blogga. Jæja, best að snúa sér aftur að lærdómnum. Próf á morgun og svo síðasta prófið þann 9. þessa mánaðar. Um að gera að taka það á sprettinum.

Já og til hamingju með daginn pabbi :)

laugardagur, júní 03, 2006

Hress vika

Þetta er búið að vera hin hressasta vika hjá mér. Það er greinilega líf og fjör hjá fólkinu í CCP og það er búið að vera bara frekar gaman. Í gær var mér boðið með þeim í ferð á flúðir sem hófst á hádegi. Frekar næs, maður gat valið um fjallgöngu, golf eða hestaferð og ég skellti mér á fjallið. Svo var veitt ótæpilega af viskí og bjór og svo var setið í sólinni og notið lífsins.
Það er líka búið að vera rosa gaman að hitta fjölskylduna og vini og borða íslenskan mat og nammi. Skrítið samt hvað maður saknar Nonna mikið, kannski ekki svo... enda erum við búin að vera síamstvíbbar í næstum tvö ár. Ég er vön að hafa hann í seilingafjarlægð frá mér og ég held að meðaltali hefur ekki verið meira en 2 metrar á milli okkar, sem er samt líklega vegna þess að íbúðin okkar er svo lítil... hún er svo mikið krútt!
Núna var ég að klára hluta af meistaraverkinu (ég held mig við þetta orð, ég fæ ekkert annað tækifæri til að nota þetta orð með réttu) og vonandi fer þetta þá að klárast.

Og núna! Ætla ég að drífa mig með familíunni út í göngutúr, mig grunar að það verði Búrfellgjá að þessu sinni.
Sjáumst!

P.s. nú þurfum við bara að fá Jón til að skrifa hvað hann gerði í vikunni!