Ætli hún prumpi í fimmundum?
Við vorum að koma inn úr dyrunum af Belle & Sebastian tónleikunum og þeir fóru langt fram úr væntingum. Greinilega þaulvant fólk á ferð. Ég var samt hrifnust af trommaranum því hann leit meira út eins og karakter úr Tarantino-mynd, og var samt ekkert að reyna það. Svo var reyndar ein gellan ótrúlega hæfur tónlistarmaður, hún spilaði á fiðlu (sem er ekkert grín), þverflautu, hljómborð, trommu, blokkflautu, tamborín, bongótrommu, silafón og hristu. Svo þegar hún byrjaði að syngja líka, þá var mér nóg boðið. Mér finnst að það mætti dreifa svona hæfileikum meira jafnt á fólk. Ég er viss um að hún prumpar í fimmundum. En tónleikarnir voru á alla staði frábærir, enginn troðningur (ekki heldur þeirra stíll)og frábær framkoma og spilamennska. Söngvarinn var búin að tilkynna í dagblaðinu í dag að hann ætlaði að stage-dive-a, sem er náttla bara hlátur. Sjáið þið það ekki fyrir ykkur? Hann að rétt að klára við "boy with the arab strap" svo fleygir hann frá sér mækinum og hendir sér út í krádið öskrandi...neeee held ekki. En hann stóð samt við orð sín að hluta til. Hann skellti sér í alvörunni út í krádið og sat á öxlunum á einhverjum áhorfandanum og söng, nokkuð kúl stemming.
Annars var þetta góður endir á afkastamiklum degi. Meistaraverkið er tilbúið í prentun.
Annars var þetta góður endir á afkastamiklum degi. Meistaraverkið er tilbúið í prentun.
2 Comments:
Ohhh my word, Öfund öfund!! Hefði sko verið til í að vera þarna með ykkur, núna er Einar að fara á Belle & Sebastian á morgun.....allir nema ég!! Til hamingju með að vera búin formlega með lokaverkefnið dúllan mín :)
Kv. ELLA
Já, til hamingju með lokaverkefnið!!! Hlakka til að sjá þig á laugardaginn! ;)
Skrifa ummæli
<< Home