laugardagur, desember 11, 2004

Flutt en internetslaus

Ætla að vera stuttorð því ég hef lítin tíma. Við erum s.s. flutt á Emmylundsvagen 5, 171 72 Solna og höfum það bara helvíti fínt og erum rosalega ánægð með íbúðina. Við erum ekki með internet né snjónvarp fyrr en við komum heim eftir áramót, þannig að það verður lítið skrifað þangað til. Bara til að fólk viti statusinn þá er Jón að læra á fullu fyrir próf, ég tók eitt próf í dag og gekk ágætlega, ég fékk bréf um Markaðs Akademíuna og komst inn og við komum heim þann 20. des. Já og Ella vinkona ætlar að verða stúdent í desember, við erum ferlega stolt af henni.
Vi ses!