fimmtudagur, maí 11, 2006

Nennti ekki að hafa mig og blaðrið í mér...

*tungan út í kinn, skrifa nafnið, kennitöluna, seifa og senda* Já, og þar með var mínum síðasta kúrs á lífsleiðinni lokið, með þeim fyrirvara að kennarinn leyfi mér að ná. Það væri nú samt líka svoldið fyndið hjá mér að fara falla í lífs míns síðasta kúrs, svona til að bæta falli við lífsreynsluna. Mér hefur ekki tekist að falla ennþá, reyndar oft verið afar nálægt og því og ég hef kennara grunaðan um að eitt sinn hleypa mér í gegnum kúrs (hefði tæknilega séð ekki getað náð honum) því hann nennti ekki að hafa mig og blaðrið í mér aftur í tíma hjá sér. En ég kvarta ekki yfir því!
En nú var ég s.s. að ljúka kúrsinum "Art and Enterprises" og var að senda inn heimaprófi sem ég er búin að hafa hangandi yfir mér í 2 vikur. Framundan er bara að setja lokahönd á meistaraverkið. Við Malin sitjum saman heima hjá henni og pikkum í gríð og erg. D-dagur nálgast óðfluga og þá þarf allt að vera tilbúið. Við erum samt ansi duglegar að spjalla og fá okkur eitthvað gott að borða í hádeginu. Enda er Malin hreinræktaður Svíi, og maginn í henni virkar eins og klukka. Maður kemst ekkert upp með það að seinka matartímanum. Hann skal vera klukkan tólf og ekkert bull. Enda á þessi blíða stelpa til að breytast í versta skass ef hún fær ekki neitt í mallann sinn.
Svo er planið að slá öllu upp í kæruleysi og skella sér á Belle and Sebastian tónleika sem verða í næstu viku.
Þar til næst, ha det så bra!

1 Comments:

Anonymous Nafnlaus said...

Ohhh mig langar með þér á Belle and Sebastian!!!!

12 maí, 2006 11:14  

Skrifa ummæli

<< Home