Þolinmæði er dyggð!
"Já, og við hjá Skandiabankanum vorum að velta því fyrir okkur hvort það mætti ekki bjóða þér bankakort? Ég sé að þú hefur ekki sótt um slíkt, hefurðu kannski ekki áhuga fyrir slíku?" Þolinmæði er dyggð, það lærði ég svo sannarlega í dag. Eftir að hafa búið í Stokkhólmi í eitt og hálft ár, og eftir talsverðar margar ferðir í mismunandi banka til að betla um að opna reikning þá skein ljós lukkunnar á mig. Mér tókst nefnilega eftir mikið suð að fá að opna reikning hjá Skandia bankanum fyrir jólin. En það kom nú ekki til greina að ég fengi bankakort þar sem ég væri ekki með sænsk skilríki, héldu nú ekki! Usss.... þvílíkt ábyrgðarleysi (ath. kortin eru ekki með mynd þannig að ég myndi bara geta notað það sem hraðbankakort). Svo var bara hringt í mig í dag, bara svona upp úr þurru og þessi indælis stúlka ætlar bara að senda mér kortið heim. Í leiðinni bauð hún mér ókeypis tíma í fjármálaráðgjöf og ég þarf ekki að borga af kortinu í 2 ár, frí ferðatrygging og alles. Magnað...
0 Comments:
Skrifa ummæli
<< Home