fimmtudagur, ágúst 10, 2006

Svo lítið og sætt

Ég og Jón vorum í partý hjá Malin um daginn og ég lenti í því að hinir og þessir vildu endilega rökræða mastersverkefnið okkar Malinar við okkur. Þessi áhugi þeirra kom mér þó nokkuð í opna skjöldu, en það kom svo í ljós að margir fjölskyldumeðlimir og vinir Malinar höfðu í alvörunni lesið verkefnið okkar. Mér datt nú bara ekki í hug að fólk hefði áhuga á því. En eníhú... ef fólk hefur áhuga á að kíkja á það þá er ykkur velkomið að hafa samband við mig. Okkur er sagt að verkefnið sé bara nokkuð áhugavert og ekki á "ravisn'travis" tungumáli vísindanna, svo er það líka svo lítið og sætt :)

föstudagur, ágúst 04, 2006

Smá StarWars