miðvikudagur, apríl 30, 2008

Litli pilturinn





Það kom að því á endanum að litli þrjóskupúkinn varð að gefa undan og koma í heiminn. Það gerðist þann 22. apríl kl 19:41. Kvöldið áður hafði ég farið upp á spítala til að framkalla fæðinguna og það þurfti lítið til því 2 klst eftir að við mættum var ég komin með verki. Ég var færð upp á Hreiður og Jón var kallaður út um nóttina. Eitthvað var stubbur þó ekki alveg tilbúinn í það að koma í heiminn og hélt hann sér sem fastast þrátt fyrir hinar ýmsu tilraunir hjá mér, ljósunum og læknunum. Það var svo um kl:18 þegar allar tilraunir voru dæmdar fullreyndar og ákveðið að koma piltinum til aðstoðar í gegnum brunaútganginn. Við vorum þá preppuð í keisara og var pilturinn kominn í heiminn stuttu seinna, hraustur og sterklegur og hans fyrsta verk eftir að í heiminn var kominn var að míga á barnalækninn. Við mæðgininn eyddum því nokkrum dögum upp á fæðingardeil áður en við fengum að koma heim og það er helsta ástæðan fyrir þögn á þessu bloggi. Eftir að við komum heim hefur tekið við endalausar brjóstagjafir og þar sem maður hreinlega sætir færis til að komast í sturtu og að borða þá hefur ekki gefist mikill tími i bloggskrif.

En litla fjölskyldan er alveg í skýjunum og við foreldrarnir höfum mestar áhyggjur af því að við förum bráðlega að prumpa bleiku glimmeri. Svona væmin barnahamingja fer alveg rosalega með kúlið hjá manni, hehehe.

Pilturinn er voðalega sterkur og hraustur og líkist Jóni Grétari alveg ótrúlega mikið. Ég virðist eiga mjög lítið í honum og það sem er svona helst vísað er að hann gæti haft óþolinmæðina og löngu fingurneglunar frá mér, annað á Jón Grétar. Þess má geta sérstaklega að pilturinn er því miður ekki rauðhærður og móðirin er búin að kemba í gegnum allt hárið á honum og hefur ekki enn fundið eitt einasta rauða hár. Eins og áður sagði þá er annar Jón greinilega mættur á svæðið og hann er meira segja þrjóskt naut eins og pabbinn.

10 Comments:

Blogger Magdalena said...

Alveg súpersætur :)
Var að vonast til þess að hann fengi það besta frá báðum og yrði rauðhærður og krullaður eins og Madda vinkona,hehe. En ætli ég sjái ekki sjálf um að koma slíkum börnum í heiminn í framtíðinni. Auðunn er uppfullur af rauðum genum þrátt fyrir brúna hárið, skeggið er ágætis gingermix! ;)
Hlakka til að sjá ykkur!!

30 apríl, 2008 16:40  
Anonymous Nafnlaus said...

Það er nú ekki von að litli frændi minn sé sætur, fyrir utan að koma frá ykkur sæta fólk, þá er þetta líka bara í ættinni.....sjáiði bara hvað ég er sæt :)

Hlakka til að fá að knúsa hann og kyssa!!! Aftur innilega til hamingju með gullmolann :)

Kv. Ella

30 apríl, 2008 16:56  
Anonymous Nafnlaus said...

Til hamingju með gullklumpinn. Hann er gullfallegur. Væri alveg til í að sjá fleiri myndir.
Njótið þess bara að prumpa glimmeri því foreldrahlutverkið verður aldrei jafn yndislegt og fyrstu dagana :) Hafið það ofsa gott.
Kveðjur frá Steinsen fjölskyldunni í kaupmannahöfn, Fjóla, Gummi, Arnar Máni og Haukur

30 apríl, 2008 21:58  
Anonymous Nafnlaus said...

Jii sætur :). Innilega til hamingju með nýja sæta fjölskyldumeðliminn.
Knús og kossar,
Kolla, Andri og Jakob Tumi

30 apríl, 2008 23:21  
Anonymous Nafnlaus said...

mikið er hann fallegur-gaman að sjá mynd af honum. gætu þið gefið honum eins og eitt knús frá okkur?
Til hamingju enn og aftur, Tóta og félagar.

01 maí, 2008 00:09  
Blogger Dagny Ben said...

Innilega til hamingju. Hlakka til að sjá fleiri myndir. Gangi ykkur allt í haginn.

01 maí, 2008 10:49  
Anonymous Nafnlaus said...

Innilega til hamingju með piltinn, hann er gullfallegur. Hlakka til að sjá fleiri myndir.

Kær kveðja af Öldugötunni.

02 maí, 2008 10:07  
Blogger gislihaukur said...

Til Hamingju !

fjölskyldan í þrastarásnum

03 maí, 2008 19:34  
Anonymous Nafnlaus said...

Innilega til hamingju, flottur strákur.
koss og knús,
frá neskaupstaðarfrænku.

06 maí, 2008 23:21  
Anonymous Nafnlaus said...

Innilega til hamingju með guttann! :) Kram,
Kristveig

11 maí, 2008 23:17  

Skrifa ummæli

<< Home