mánudagur, ágúst 30, 2004

Afsakið, ég hlýt að hafa stígið á frosk!

Jón fór í fyrsta tímann sinn í morgun. Það var greinilegt að honum hlakkaði mikið því hann minnti á 6 ára strák sem var að fara í fyrsta skiptið í skólann. Hann hefði valhoppað út á lestarstöð ef það hefði ekki alveg farið með kúlið og karlmennskuna. Ég fékk að sofa pinku lengur en hann en ég var samt voðalega dugleg og fór á fætur á svipuðum tíma og hann fór í skólann. Nú er ég í fyrsta skiptið á æfinni orðin heimavinnandi húsmóðir og verð það til 9. sept. Það verður fróðlegur tími, ég held samt að ég verði ekkert skárri húsmóðir fyrir vikið. Ég finn örugglega alltaf eitthvað allt annað að gera en að þrífa, taka til eða elda. En ég hef strengt þess heit að núna ætla ég samt að vera duglegri í húsverkunum en venjulega. Það þýðir ekki að láta Nonna sjá um húsverkin og vera í skólanum. Þá hef ég ekkert hlutverk hérna. Jaa, nema náttla ég taki þann pólinn í hæðina að vera bara ýkt sæt og fín og algjör prinsessa sem óhreinkar ekki puttanna. Hmmm... það er kannski ekkert svo slæmt líf, eða hvað?

Annars var helgin mjög fín hjá okkur. Við fórum í lengstu heimsókn ever á laugardag. Fórum kl. 11 um morguninn heim til Sveinbjargar og Gumma til að sjá um störf "welcomming-committee". Við þurftum s.s. að láta þau fá lyklana þeirra að íbúðinni í Kungshamra en við Jón gistum þar fyrstu vikuna í Svergie. S&G voru s.s. að vinna á Íslandi í sumar og voru að mæta út á laugardaginn. En það s.s. teygðist úr heimsókninni og við komum heim um kl. 02 aðfaranótt sunnudags.

Á sunnudag mættu S&G síðan í heimsókn til okkar á þýskbotnaveg. Við fórum í röltitúr hérna niður fyrir húsið og komumst að því að hverfið okkar er bara alveg frekar fallegt. Þið getið séð myndirnar hérna einhverstaðar þegar Jóni setur þær inn. Það var alveg yndislegt veður um 20 stiga hiti og sól. Fólk lá í sólbaði við vatnið og fékk sér svo sundsprett til að kæla sig niður. Við tókum góðan röltitúr og drápum eiginlega tærnar á Sveinbjörgu en hún var s.s. í svona svakalega lekkerum skóm sem, þó þeir lúkki hrikalega vel þá eru þeir ekki velgerðir í útivistarpælingarnar. Ég er samt á því að hún hafi tekið sig mjög vel út í þeim þrátt fyrir prílið. Ég fattaði samt ekki fyrr en í gærkvöldi að núna fyrr í sumar skrifaði hún inn á bloggið okkar að hún ætlaði að koma í heimsókn 29. ágúst... ég var búin að steingleyma því. Þau eru greinlega með betra minni en við.

Annars er dýralífið hérna í Stokkhólmi nokkuð áhugavert (fyrir utan pappírstígrisdýrin). Við höfum séð allskonar kvikindi, allt frá þessum venjulegu geitungum og maurum upp í íkorna, froska og kick-ass drekaflugur. Sumar drekaflugurnar eru svo stórar að þær eru frekar eins og meðal-þröstur en flugur. Ein flaug á gluggan hjá okkur og það heyrðist alveg "donk!" í glerinu. Ég hélt fyrst að þetta væri fugl. Já svo finnst mér líka íkornarnir frekar krúttlegir. Um daginn sáum við einn sem hafði kíkt í sjoppu og var á leiðinni þar út með sælgætismola á milli fingranna. Ég skil hann vel, þessar hnetur eru sjálfsagt frekar leiðigjarnar. Svo kom þessi risa Hrossafluga inn til okkar í gær. Hún var mun stærri en þessar sem eru heima. Þegar þær eru byrjaðar að horfast í augu við mann, þá eru þær orðnar of stórar! Ég vona Guðrúnar (mágkona mín)vegna að þær séu ekki svona í Danmörku. Hún er með þá rosalegustu Hrossaflugu-fóbíu sem ég veit um. Gjörsamlega fer yfir um ef þær koma nálægt.

Eitt fyndið um froska! Það er svoldið af froskum hérna og þeir eru pínulitlir og erfitt að sjá þá og það er örugglega oft stigið á þá. Mig minnir að ég hafi heyrt það í Danmörku að ef fólk prumpi óvart (svona á public stað) þá segir maður stundum "Afsakið, ég hlýt að hafa stígið á frosk!"

En annars fer hrós helgarinnar til okkar Nonna fyrir að taka þvílíkt vel til á þýskbotnavegi og þvo 5 þvottavélar.
Kvart helgarinnar fær hrossaflugan sem kom í heimsókn. Vinsamlegast haltu þig heima hjá þér!


P.s. auglýsingapósturinn er byrjaður að berast, 4 bæklingar komnir, ekkert áhugavert!



föstudagur, ágúst 27, 2004

Út fyrir endimörk alheimsins!

Ég gleymdi áðan að segja afhverju geðheilsunni var bjargað í dag (... eða því sem er eftir af henni). Þegar við vorum búin á þjóðskránni brunuðum við beina leið niður í bæ og fengum módem og erum búin að tengjast internetinu. Nú getum við farið út fyrir endimörk alheimsins og tilbaka. Enginn allsherjar einangrun lengur og 45 mínútna lestarferðir í næstu internet-tenginu. Reyndar áttum við að sýna sænsk skilríki þegar við fengum internetið en náunginn sá aumur á okkur og leyfði okkur að kaupa þetta þegar hann sá vonbrigða svipinn á okkur. Ég hélt við myndum hreinlega bresta í grát þegar við vorum mætt þarna með kennitölu-pappírna beint úr þjóðskránni, og okkur sagt að það dygði ekki til. Já, og þeir taka ekki mark á neinum skilríkjum nema sænskum.

Þessi internet-díll var samt kjarakaup dagsins. Við fengum módemið frítt og borgum ekkert fyrr en 1 nóvember ef við viljum halda áfram hjá þeim. Já og ótakmarkað niðurhal... ú jeee beibí!

Hrós dagsins fær afgreiðslugaurinn í Siba (internet-manni)
Kvart dagsins fá sænsk pappírstígrisdýr

Já, og eitt að lokum. Það fer bráðum að koma myndir inn á bloggið okkar. Um leið og Jón setur þær inn. Ég kann ekkert á solleis!


Sænsku pappírstígrisdýrin

Í dag var geðheilsu okkar bjargað! Hér í Svíþjóð er það nefnilega þannig að þú getur ekkert gert nema að vera með sænska kennitölu. T.d. er ekki hægt að kaupa internet-áskrift, gsm-áskrift, heimasíma, stofna bankareikning osfrv og osfrv. Þegar maður sækir um kennitöluna þá tekur það 10-14 daga (var okkur sagt). Þannig að gjörsamlega sambandslaus við umheiminn þá höfum við setið gjörsamlega við póstkassann og beðið eftir kennitölunum. En þá gerðist það undarlega... síðasta þriðjudag hætti pósturinn að berast. Eftir þvílíkt flóð af auglýsingabæklingum og rusli þá kom bara þögn! Ekki neitt! Ingenting! Oft á dag kíktum við í póstkassann og hann var galtómur. Það hreinlega bergmálaði í honum. En hjá nágrönnum okkar flóði ruslpósturinn hreinlega upp úr póstkassanum. Við fengum ekki einu sinni bækling frá ICA (Hagkaup). Við skildum ekki upp né niður í þessu. Þetta gerðist á svipuðum tíma og við settum nöfnin okkar á hurðina. Ætli annaðhvort Gudjonsson eða Gretarsdottir geti þýtt "Enginn ruslpóstur" á sænsku? Jæja, nóg með það. Eftir slíkt afskiptaleysi frá póstnum þá misstum við þolinmæðina eftir kennitölunum og hringdum í þjóðskránna. Þar var okkur sagt það að það gæti tekið mánuð að fá kennitöluna og við vorum hvergi skráð í kerfinu. Við hvítnuðum í framan, gripum andköf hugsandi um mánuð í viðbót sambandslaus við umheiminn, ég stamaði í símann hvort við gætum eitthvað gert. Jú, það var nú víst. Maður átti bara að fara niður í þjóðskrá og segja þeim að flýta sér! (Eins og það myndi virka heima!). Og beina leið upp í næstu lest brunuðum við. Þegar við komum niður í Þjóðskrá þá sagði konan okkur að hún fyndi okkur hvergi í kerfinu og fór að láta okkur benda sér á hvernig pappíra við hefðum fyllt út (og í bjúrókrat-ríki eins og Svíþjóð eru nú til talsvert mikið af eyðublöðum). Eftir smástund fann hún okkur í kerfinu. Svo horfði hún grunsemdar augum á okkur og sagði " Eru þið ekki búin að fá þetta í pósti?" og það vorum við viss um að hefði ekki gerst. Þá spurði hún okkur hvort við hefðum ekki örugglega kíkt í póstkassann. (Hmmm, póstkassann, ó, já þú meinar, kannski við kíkjum þangað! Djók) Já, við vorum nokkuð viss um það. Þá spurði hún "Ahh, en eru nöfnin ykkar á póstkassanum?" (ARG!) En við brostum okkar blíðasta (með kreppta hnefa) og sögðum enn og aftur "jú,jú, þau eru það". Maður vill að sjálfsögðu ekki móðga né gera sænsku pappírstígridýrinn pirruð. Jæja, eftir nokkra slíkar misgáfaðar spurningar í viðbót fengum við útprentaðar kennitölurnar og pappíra til að sækja um sænsk skilríki. Ég ætlaði bara að fylla það út á staðnum en nei, það dugir víst ekki. Við verðum að vingast við Svía, fá hann með okkur niður á þjóðskrá (hann verður að vera með sína kennitölu, útprentaða og stimplaða, og sænsk skilríki) og við með okkar dót og svo verður þessi Svíi að ábyrgjast að við séum þau sem við erum. Svo hélt maður að sýslumaðurinn í hfj. væri slæmur!!!

Hér með auglýsum við eftir Svía með pappíra!!! Svörum bara þeim sem senda mynd af sér.



fimmtudagur, ágúst 26, 2004

Sha la la la la! Aevintyrin en gerast!!!

Otrulegir hlutir gerdust i gaer! Eg fekk email fra pabba tar sem hann hafdi skannad inn bref fra Stockholms Universtitet og sent mjer. Eg sat i rolegheitum a kaffihusi nidri i bae thegar eg opnadi vidhengid. Thar stod " Ef thu hefur ahuga a ad vera i ekonomilinjen i vetur tha maettu midvikudaginn 25. agust kl 10 i hus nr blablabla. Til eru 42 laus saeti i linunni og afgreitt verdur eftir fyrstir koma, fyrstir fa!". Og getid hvad, klukkan var 9:57. Eg missti nattla andlitid, skrifadi nidur heimilisfangid, skjalfandi hondum og hljop svo ut ur kaffihusinu eins og skrattinn vaeri a eftir mjer. Eg trudi thessu bara hreinlega ekki, sertaklega thar sem eg var greinilega ad missa af taekifaerinu. Their senda venjulega um 200 manns svona bref til ad vera viss um ad tad maeti nogu margir. Jaeja, min hljop bein leida ut a midja breidgotu i midjum Stokkholmi, var naestum keyrd nidur af tyrkenskum okumonnum og argadi a taxa. Thetta var otrulega ala hollywood style hja mer. Einn saenskur taxi stoppadi fyrir mjer og eg flaug inn i hann, henti i hann midanum og sagdi ad eg yrdi ad vera komin tharna kl: 10 eda eins fljott og haegt er. Eg sagdist meira segja aetla borga meira ef hann kaemi mjer tharna hratt. En bilstjorinn var ekki i sama hollywood -ham og eg. Hann sagdi bara " tad er ekki haegt" og svo doladi hann ser thetta a 50 km/klst alla leidina, verulega ala svergie. A timabili hjelt eg ad hann faeri frekar afturabak en afram. En til ad gera langa sogu stutta tha komst eg thangad a undraverdan hatt, rett nadi i endan, komst inn i namid, nu er B.sc. gradan min i mati fyrir Markadsakademiuna (get tha byrjad um jol), bjargadi tveim hjalparlausum kinverskum MBA-nemendum a leidinni heim, fekk heimbod til Kina, versladi i matinn, eldadi mat og skodadi tvottahusid og svo reid eg inn i solarlagid ala hollywood style!
Kv, Elisabet

mánudagur, ágúst 23, 2004

Ja og meira til...

Eg vard ad haetta ansi snogglega adan tvi ad timinn a internetkaffihusinu var bara buinn! En nuna er eg komin upp i Söndertorp haskolann og get tvi verid fritt a netinu. FRABAERT!!! :D Madur er buin ad vera gjorsamlega handa og augnalaus eftir ad madur missti netid. Eg er stodd herna tvi ad eg er a skoda nam fyrir mig sem eg get dullad mer i fram ad jolum. Tad er ymislegt sem kemur til greina og eg skrifa um tad tegar tad er betur komid i ljos. Jon for i dag upp i KTH (skolan hans) med Erni. Hann aetladi lika ad skella ser i klippingu tannig ad tad getur ordid ansi frodlegt tegar hann kemur heim.

Tad er samt eitt sem mer finnst mjog fyndid hjer i Stokkholmi, en tad er hversu saenskir karlmenn eru sattir med sina kvenlegu hlidar. Their eru alveg ultra "metro sexual". Eg get talid upp mymorg daemi en liklega er best ad segja fra thvi tegar vid Jon skelltum okkur i H&M til ad kaupa nördabuxur (emma-iska, lesist naerbuxur) a hann. Urvalid samanstod af glansandi gegnsaejum naerbuxum og haegt var ad velja um thronga boxera eda g-strengi. Eg tekkadi nokkrum sinnum a tvi hvort vid vaerum ekki orugglega i karladeildinni og ju,ju tad passadi. Tad er greinilega ekki modins hjer ad vera i bomullarboxerum. Eftir nokkra leit fundum vid "venjulegar" boxera og Jon slapp i thetta skiptid. Thegar vid borgudum vid kassan var greinilega ad afgreidslukonunni fannst vid vera frekar puko ad velja svona "omodins" buxur.

Stokkholmur er lika mjog stillt storborg. Jon Gretar kom med thetta ordasamband i morgun og eg verd ad vera sammala. To ad thetta se storborg tha er hun mjog roleg. T.d. i gaer vorum vid eitthvad ad drolla heima og fyrr en vardi var klukkan var ordin atta og allar matvorubudir lokadar. Vid akvadum ad vera flott a thvi og bidja Val um ad hitta okkur nidri i bae og fa okkur ad borda og fara i bio. Tegar vid komum nidri i bae komumst vid ad tvi ad Svijar borda ekki eftir kl:21 a kvoldin. Tad var allt lokad! Tegar vid komum i bioid ta var bara auglystar syningar til kl:21:30 tar sem ad Valur var ekki kominn akvadum vid a spyrja hvenar sidasta syning vaeri. Litla bolugrafna greyid i kassanum sagdi ad tad vaeri kl: 21:30 og eg spurdi hissa hvort tad vaeri aldrei syningar eftir thann tima. Fannst thetta frekar slappt fyrir naeturbroltara eins og okkur. Hann sagdi: "Ju,hu madur, audvita a fostudogum!" Eins og thad se eitthvad svakalega villt ad fara i bio kl: 22 a fostudogum. Uff thvilik partidyr thessir Sviar! S.s. ef madur aetlar ad verda ekta Svii, ta verdur madur a borda kl:18 a veitingastodum, fara i bio kl:19, ganga i g-streng og vera komin heim kl:02 af djamminu. Phewww... thetta er ekki liklegt til ad heppnast hja okkur.

Ikea blodrur

I nott svafum vid fyrstu nottina i nyju ibudinni og vid safum bara mjog vel :) Enda var lika hrikalega gott ad fa saengina sina og rummid aftur. Madur gerdi ser ekki grein fyrir tvi hversu mikid madur madur saknadi thess. Vid forum i Ikea fyrir helgi og keyptum okkur inn mublur. Su ferd tok sko a... thetta var heimsins staersta Ikea og alveg faranlega stort. Vid eyddum 5 timum i alla ferdina, tegar vid uppgotvudum ad vid hefdum gleymt sturtuhengi ta tok 45 min ad labba tilbaka. Svo for laugardagurinn i ad skrufa saman Ikea husgogn og nu erum vid baedi med sexkanta blodrur a puttunum, ja kannski ekki alveg, en naestum tvi. Bradum get eg sett inn myndir af ibudinni okkar. Sjaumst!

þriðjudagur, ágúst 17, 2004

Mikid buid ad gerast!

Erum flutt ut af Latrastrondinni, blessud se minning hennar. Fluttum heim til tengdo og hofdum tad hrikalega gott i dekrinu tar. Erum svo maett til Sviarikis!
Buin ad fa ibudina afhenta, litur agaetlega ut og er i kruttlegu uthverfi. Medalaldurinn i hverfinu er sirka um 84 ar og laekkar ad ollum likindum snarlega thegar vid flytjum inn. Vid erum svoldid fra skolanum en tad er um klst ferd tangad. En vid lesum ta bara i lestinni. Vid vorum i dag ad thrifa ibudina og eigum ad fa husgognin a fimmtudag. Naest a dofinni er a koma ser vel fyrir! Vid faum ekki internet fyrr en eftir um manud thannig ad thad verdur rolegt a thessari sidu thangad til. Tad er svo sem ekkert nytt...