föstudagur, maí 05, 2006

Heitt, knús og bullshitt... samt ekki tengt hvort öðru!

Þá er mar komin heim og búin að knúsa kallinn heitt og innilega. Svona afmælisbörn eiga það líka skilið. Afmælishátíðin heldur svo áfram í fyrramálið þar sem við og nokkrir svíalingar ætlum að skella okkur á kajak í kringum Kungsholman. Þetta ætti að vera sirka 4 klst ferð og það er spáð 18°hita og sól, við skulum vona að spáin haldist. Annars var ferðin til Íslands rosa næs þó að það hafi verið mikið að gera. Ég hitti ótrúlega marga þó þetta hafi verið svona stuttur tími. Ég hitti pabba, mömmu, Höllu, Rósu, Svölu, Ólöfu, Jakob, Grétar, Jón, Ásgeir, Hrafnhildi, Guðjón, Emmu, Gabríel, Rósu, Donna, Guggu, Ástu, Andra Stein, Ingvar, Ellu, Möddu, Völu, Kidda, Jón Hall, Sigga og meira segja sá ég Elísu á vappi í Kringlunni og náði rétt að veifa.
Stuðið með Möddu var nokkuð hresst, en hún og Ella sannfærðu mig um að það væri nú ekki normal stemming í bænum. Enda var afar skrýtið vibe í gangi. En djammið var samt mjög hresst og skemmtilegt, fyrir utan ákveðið símavesen.
Ég kom við upp í Sléttuhlíð en var víst aðeins of snemma á ferð því að Donni hafði ætlað að festa epli í eplatrén okkar Jóns og reyna fá mig til að trúa að uppskeran væri svona rosa góð hjá honum. Hann Donni er alltaf samur við sig, grallaraspói!
Útdrátturinn úr ferðinni væri líklega sá að ég hafi gert það sem ég ætlaði mér og tremmað þetta í hel! Delivered the bullshit to the full... þeir sem skilja, vita hvað ég á við!
Það var svo yndislegt að koma aftur heim og sjá að sumarið kom meðan ég var í burtu. Hér er búin að vera 18° hiti og glampandi sól síðan ég kom. Jibbíkóla! Verst að ég er föst inni með heimapróf og mastersverkefni.

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home