mánudagur, maí 15, 2006

Éta, éta, það er það sem þau geta!

"Éta, éta, það er það sem þau geta! Vinna, vinna... það er eitthvað minna!" Já, helgin hjá mér fór bara í það að baka, borða og sofa. Ég hlýt að hafa verið þreyttari en ég gerði ráð fyrir. Jón sat og lærði, þrælduglegur eins og venjulega. Ég gerði mitt í að trufla hann, en var mun stilltari en oft áður, ég bakaði bara báða dagana og svaf svo í sófanum með bók á andlitinu. Við gerðum tilraun til að fara út í lautarferð í dag. Vorum búin að pakka öllu niður (ég kvartaði mikið yfir því að hafa ekki fengið að kaupa lautarkörfuna sem ég sá um daginn "hugsaðu þér hvað hún hefði komið sér vel núna!" muldraði ég) og komin fyrir utan húsið hjá okkur. Þá dró fyrir sólu og það var bara ekkert hlýtt úti. Við hröðuðum okkur bara inn aftur og áttum indælis pikknikk við eldhúsborðið. Framundan í vikunni eru tónleikar, undankeppni í Júróvísjón, tuttuguogtíu afmæli hjá Kristveigu og skil á meistaraverkinu á fimmtudag...úhúúúhúúú.. spennó!

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home