Jo, men snälla... hallåååå!
"einn, tveir, einn, tveir.. í takt nú!" Svona hljómuðum við á laugardaginn þegar við pöddluðum í kringum Kungsholmen. Það var ákveðin kúnst að ná að paddla í takt á tveggjamanna kajak, en þegar við náðum því þá flugum við af stað. Veðrið var yndislegt og sólin skein á okkur. Stundum varð svo heitt að það var hreinilega bara gott að fá smá vatnsskvettur á sig. Ferðin sjálf heppnaðist afar vel og það var alveg frábært að skoða Stokkhólm frá þessu sjónarhorni. Fyrir þá sem ekki vita þá er Kungsholmen eitt af miðsvæðum Stokkhólmar, og eyja, þar sem Stokkhólmur er að miklu leyti byggt á eyjum. Ætli það megi ekki segja að þetta sé svipað eins og að hafa farið á kajak í kringum 101 Reykjvík. Þegar við vorum komin hálfa leið þá stoppuðum við á strönd og fengum okkur nesti, afar ljúft líf. Ég komst að þeirri niðurstöðu að Stokkhólmur sé ein sú fallegasta borg sem ég hef farið til, og það að geta ferðast um hana á kajak gerir hana ennþá æðislegri. Heyrist það á mér, hvað ég er ástfangin?
Ferðin sjálf var víst um 9 kilómetrar og á einum stað urðum við að fara í gegnum göng. Þau voru svo lág að ég varð að leggjast á magan á kajakinn til að komast inn í þau, svo paddlaði ég til að draga kajakinn áfram meðan Jón lagðist á magann. Frekar skemmtilegt! Það var líka svolidð kómískt að geta paddlað fram hjá fólki sem sat fast í bílatraffík í góða veðrinu og geta vinkað til þeirra neðan úr kanalinum meðan maður brunaði fram hjá.
Kvöldið fór síðan í grillpartí hjá Sveinku og Gumma þar sem haldið var upp á afmælið hans Jóns og innflutninginn þeirra. Haldið að Jón hafi ekki hlotnast þessi rosa fína viskíflaska, takk kærlega fyrir hann! Þar var spilað kubb og skemmt sér ærlega. Ég fékk svo komment á það frá Svía að það væri byrjað að heyrast á sænskunni minni hvernig týpur væru með mér í náminu, og ég bara sko þvílíkt "jo, men snälla, hallåååå!"... öhömmm... það gæti verið eitthvað til í þessu...
Ferðin sjálf var víst um 9 kilómetrar og á einum stað urðum við að fara í gegnum göng. Þau voru svo lág að ég varð að leggjast á magan á kajakinn til að komast inn í þau, svo paddlaði ég til að draga kajakinn áfram meðan Jón lagðist á magann. Frekar skemmtilegt! Það var líka svolidð kómískt að geta paddlað fram hjá fólki sem sat fast í bílatraffík í góða veðrinu og geta vinkað til þeirra neðan úr kanalinum meðan maður brunaði fram hjá.
Kvöldið fór síðan í grillpartí hjá Sveinku og Gumma þar sem haldið var upp á afmælið hans Jóns og innflutninginn þeirra. Haldið að Jón hafi ekki hlotnast þessi rosa fína viskíflaska, takk kærlega fyrir hann! Þar var spilað kubb og skemmt sér ærlega. Ég fékk svo komment á það frá Svía að það væri byrjað að heyrast á sænskunni minni hvernig týpur væru með mér í náminu, og ég bara sko þvílíkt "jo, men snälla, hallåååå!"... öhömmm... það gæti verið eitthvað til í þessu...
0 Comments:
Skrifa ummæli
<< Home