mánudagur, maí 22, 2006

Vörninni lokið...

Þá er ég komin heim eftir langan og strangan dag. Leiðbeinandinn ákvað að taka okkur Malin ekki fyrir fyrr en síðast og við vorum orðnar hálfveikar að stressi þegar loksins kom að því að fjalla um skýrsluna okkar. Þá vorum við búnar að hlusta á, í 4 klukkutíma, þar sem sumar skýrslurnar voru bara hreinlega rifnar í tætlur. Fólk þarf næstum að byrja upp á nýtt með suma hluti. Ekkert smá óþægilegt að þurfa bíða svona lengi og hlusta og ímynda sér hvað verður sagt við mann sjálfan. Ég var búin að fara sjálf í gegnum skýrsluna í huganum mörgum sinnum og spá í hvað þau mundu kommenta á. Leiðbeinandinn stoppaði meira segja í miðri vörninni hjá einum hópnum og hló upphátt og sagði að ég væri svo alvarlega og hugsi á svipinn að henni dauðlangaði að fá að vita hvað ég væri að hugsa. En svo kom loksins að því að vörnin okkar byrjaði, og þá var þetta ekki nærri því eins hræðilegt eins og við vorum farnar að óttast. Við þurftum ekki að breyta neinu, það eina sem kennarinn benti á var að henni langaði að fá aðeins meiri dýpt í þeoríuna og halda í framhaldinu áfram með lokaumræðuna. Annars gátu strákarnir sem áttu að gagnrýna ritgerðina voða lítið sagt og leiðbeinandinn endaði með því að bjarga þeim með því að segja "já, það er alltaf erfitt að oponera góðar ritgerðir!". Og þá leið mér talsvert betur og svo varð ég hreinlega svoldið montin, enda er leiðbeinandinn frægur fyrir að vera ekkert að gefa hrós.

Næstu dagar fara þá í það að finna meiri dýpt í þeoríuna, ég geri ráð fyrir að þurfa leita í smiðju einhverja heimspekinga. Líklega verður Boudriard þar efstur á blaði með sínar félagslegu kenningar. Malin fer á morgun til Frakklands þannig að ég ætla nýta tíman til að dúlla mér í þessu.

5 Comments:

Anonymous Nafnlaus said...

Til hamingju með þetta dúllan mín, ég bjóst nú ekki við öðru af þér en að standa þig vel enda ertu algjör snilli!!! :) Kv. Ella

23 maí, 2006 03:03  
Blogger Dagny Ben said...

Glæsilegt! Til hamingju með þetta :0)
Hvenær verða svo lokaskil?

23 maí, 2006 23:20  
Blogger Elísabet said...

Takk fyrir kveðjurnar. Lokaskil eiga að vera þann 8. júní en ég held við stefnum á að losna við þetta fyrr.

24 maí, 2006 00:21  
Blogger Kristveig said...

Til hamingju með vörnina! ...og þá er bara lokahnykkurinn eftir! ;)

24 maí, 2006 23:21  
Anonymous Nafnlaus said...

Til hamingju

29 maí, 2006 00:14  

Skrifa ummæli

<< Home