þriðjudagur, febrúar 20, 2007

Slutstation

Sakna meira segja neðanjarðarlestarinnar...

Skoðið fleiri flottar myndir hér.

Rolling stones?

Erum búin að koma okkur fyrir í krúttlegri íbúð með áhugaverðum nágrönnum nálægt háskólanum og verðum hér þangað til við kaupum okkur íbúð.
Sjáumst!

P.s. búin að taka myndir af hárinu, þarf bara að sækja þær heim til pabba!

laugardagur, febrúar 10, 2007

Kominn heim

Þá er komið að því. Ég, Jón Grétar, keypti mér flugmiða heim til Íslands á miðvikudaginn síðasta og var bara kominn heim á klakann á fimmtudaginn í síðustu viku. Ég á reyndar eftir að skrifa seinnihlutann af verkefninu mínu og sinna örfáum verkefnum tengdum skólanum, en sé alveg fram á að geta sinnt þeirri vinnu hérna heima á Íslandi.

En, semsagt, í stuttu máli: Ég er fluttur búferlum og við Elísabet orðnir Íslendingar á ný, hvað þjóðskrá varðar.