Pælingar varðandi Reykjavíkurflugvöll
Hæ allir saman. Ég varð bara að skrifa eithvað um þetta á bloggið mitt þar sem þetta er svo heitt umræðuefni heima á Íslandi núna. Ég var að lesa vísi.is í dag og rakst þá á þessa grein hér um nauðsyn þess að halda flugvellinum í reykjavík. Þetta er nokkuð mögnuð rökfærsla hjá manninum, ekki er hægt að hafa flugkennslu á flugvelli sem er samnýttur af bæði stórum flugvélum og litlum flugvélum. Það útilokar það að það sé hægt að kenna flug í Keflavík, og þar sem það sé svo dýrt að fara til Akureyrar eða Egilsstaða verði allir að flytja úr landi til að læra að fljúga. Þessi röksemdarfærsla minnir svoldið á röksemdarfærslu 4 ára barns sem fær ekki það sem það vill, til dæmis "Ef ég fæ ekki pulsu í kvöldmat, þá get ég bara ekki borðað neinn kvöldmat".
En er þá maðurinn að segja að það sé ódýrara að flytja erlendis en til Akureyrar? Á þá Reykjavíkurflugvöllur sér enga framtíð nema til flugnáms, þar sem aukið farþegaflug kemur til með að trufla flugnám, það má gera ráð fyrir að með vexti þjóðfélagsins og allra framkvæmdanna úti á landi aukist eithvað flugumferð til borgarinnar.
Og þá er það pælingin að reisa flugvöll á einhverri landfyllingu, búa til nýtt land svo hægt sé að lenda í miðbænum. Ekki er það neitt betra, þar sem aðal vesenið við það að hafa flugvöll í miðbænum eru öryggismál og þessi blessaða hæðarlína sem ekki má byggja yfir án þess að valda vandræðum fyrir aðflug. Ég spyr þá bara, er ekki ódýrara fyrir alla að byggja hverfið sem á að fara í vatnsmýrina bara á landfyllingunni í staðinn, og spara kostnaðinn við að rífa flugvöll og byggja hann aftur?
Svo er það annað mál. Skiptir það Hafnfirðinga, Garðbæinga og Kópavogsbúa einhverju máli hvort þeir þurfi að keyra í 20 mínútur í umferðateppu til að komast í flug á Reykjavíkurflugvelli, eða í 25 mínútur á hraðbraut til að komast til Keflavíkur? Íbúar þessa bæjarfélaga eru rétt um helmingur þeirra sem margir kalla "borgarbúa" en íbúar Reykjavíkur eru náttla bara rétt um 100.000 manns. Og hvað með allt fólkið sem býr næstum upp í Mosfellsbæ, er það ekki lengra í burtu frá Reykjavíkurflugvelli en Hafnfirðingar?
Jæja nú ætla ég að hætta, búinn að eyða of miklu af próflestrartímanum á að hneiksla mig á því að hver sem er virðist geta skrifað hvaða steypu sem er í hvaða fjölmiðil sem er heima án þess að vera einusinni með staðreyndirnar sínar á hreinu. Ég veit það að hérna úti yrði svona jólasveinn sagaður í tvennt, enda eru Stokkhólmarar (eins og margar aðrar þjóðir) að berjast fyrir því að loka flugvöllum inni í borgum, til að auka öryggi og þægindi íbúanna, eða eithvað í þá áttina. Ég á ennþá eftir að sjá vatnsþétta röksemdafærslu fyrir flutningi eða varðveitingu Reykjavíkurflugvallar í fjölmiðlum... Þangað til næst, þá ætla ég að segja frá Kajakferðinni okkar í kringum Kungshólman.
En er þá maðurinn að segja að það sé ódýrara að flytja erlendis en til Akureyrar? Á þá Reykjavíkurflugvöllur sér enga framtíð nema til flugnáms, þar sem aukið farþegaflug kemur til með að trufla flugnám, það má gera ráð fyrir að með vexti þjóðfélagsins og allra framkvæmdanna úti á landi aukist eithvað flugumferð til borgarinnar.
Og þá er það pælingin að reisa flugvöll á einhverri landfyllingu, búa til nýtt land svo hægt sé að lenda í miðbænum. Ekki er það neitt betra, þar sem aðal vesenið við það að hafa flugvöll í miðbænum eru öryggismál og þessi blessaða hæðarlína sem ekki má byggja yfir án þess að valda vandræðum fyrir aðflug. Ég spyr þá bara, er ekki ódýrara fyrir alla að byggja hverfið sem á að fara í vatnsmýrina bara á landfyllingunni í staðinn, og spara kostnaðinn við að rífa flugvöll og byggja hann aftur?
Svo er það annað mál. Skiptir það Hafnfirðinga, Garðbæinga og Kópavogsbúa einhverju máli hvort þeir þurfi að keyra í 20 mínútur í umferðateppu til að komast í flug á Reykjavíkurflugvelli, eða í 25 mínútur á hraðbraut til að komast til Keflavíkur? Íbúar þessa bæjarfélaga eru rétt um helmingur þeirra sem margir kalla "borgarbúa" en íbúar Reykjavíkur eru náttla bara rétt um 100.000 manns. Og hvað með allt fólkið sem býr næstum upp í Mosfellsbæ, er það ekki lengra í burtu frá Reykjavíkurflugvelli en Hafnfirðingar?
Jæja nú ætla ég að hætta, búinn að eyða of miklu af próflestrartímanum á að hneiksla mig á því að hver sem er virðist geta skrifað hvaða steypu sem er í hvaða fjölmiðil sem er heima án þess að vera einusinni með staðreyndirnar sínar á hreinu. Ég veit það að hérna úti yrði svona jólasveinn sagaður í tvennt, enda eru Stokkhólmarar (eins og margar aðrar þjóðir) að berjast fyrir því að loka flugvöllum inni í borgum, til að auka öryggi og þægindi íbúanna, eða eithvað í þá áttina. Ég á ennþá eftir að sjá vatnsþétta röksemdafærslu fyrir flutningi eða varðveitingu Reykjavíkurflugvallar í fjölmiðlum... Þangað til næst, þá ætla ég að segja frá Kajakferðinni okkar í kringum Kungshólman.
2 Comments:
Já þetta er helvítis rugl skal ég segja þér, ég er bara farin að loka eyrunum núna fyrir þessu öllu, svo mikið bullar þetta lið....over and out :). Kv. Ella
Og....... svo eru menn ekki með á hreinu hver á hvað - Framsókn í Reykjavík er með það inn í kosningalof. sínum "Flugvöll á Löngusker" Bæði Seltjarnarnes og Álftanes gera hinsvega tilkall til Lönguskerja þannig að menn eru nú ekki með allt á hreinu hér í landi. En gaman að heyra í þér á blogginu ;-)
Kv. Mamma
Skrifa ummæli
<< Home