mánudagur, maí 30, 2005

Supprise!!!

Já, við erum farin til Íslands. Fengum ódýrt flug og erum bara mætt á svæðið. Verðum á Fróni til 10. júní. Sömu símanúmer og síðast eða Elísabet: 6953547 og Jón s: 6945661

mánudagur, maí 16, 2005

Svíþjóð á iði

Síðasta vika var sannkölluð maraþonvika hjá mér. Á þriðjudaginn fór Madda með mér í göngutúr upp í Kungshamra til Sveinbjargar og Gumma. Sveinbjörg ætlaði að vera svo næs að lána mér hjólið sitt þar sem hún er lítið að hjólast þessa dagana. Við röltum þarna upp eftir og Madda reiddi hjólið sitt. Eftir smá stopp á þeim bæ hjóluðum við niður í háskóla og niður í skólann minn, þaðan hjóluðum við svo alla leiðina heim í Västra Skogen aftur. Þetta gekk nokkuð áfallalaust fyrir sig þó að við höfum verið orðnar nokkuð þreyttar þegar við komum aftur. Enda var þetta samanlagt u.þ.b. 15 kílómetrar. Næsta dag ætlaði ég að vera súper dugleg og hjóla í skólan, nema ég var svo ótrúlega aum eftir hnakkinn á hjólinu að ég hreinlega gekk eins og káboj. Ég keypti mér bara miða í lestina og fór þannig í skólann og labbaði heim. Það voru 4 kílómetrar.
Á fimmtudaginn var ég skárri þannig að þá var hjólað í skólan og heim, það voru 8 kílómetrar og á laugardaginn var labbað niður í bæ á Quarneval-ið og það vor 4 kílómetrar.

Samantekt yfir Svíþjóð á iði : 31 kílómetri í síðustu viku.

Nú grunar mig að Hugverjar myndu vilja hafa mig með sér í liði í átakinu. Í átakinu í fyrra var ég að fara mesta lagi 2 kílómetra á hverjum virkum degi. Mig grunar að þessi vika verði ekki alveg jafn mögnuð og sú síðasta, en við vonum það besta!

fimmtudagur, maí 12, 2005

26 ára afmælisveislan

Ég átti víst líka eftir að segja frá afmælispartíinu sjálfu. Það var bara nokkuð mikið stuð. Strákarnir hittust um kl:15 á laugardaginn síðasta og fóru að spila fótbolta og Madda, Kristín, Sveinbjörg og Ragnhildur Guðrún litla voru í heimsókn hjá mér að hjálpa undirbúa kvöldið. Ekki slæmt að hafa slíkar hjálparhellur. Um kvöldið hittum við svo strákana niðri í salnum sem við höfðum fengið lánaðan. Það fylgir nefnlega með sameigninni hérna þessi fíni partísalur. Þar er bar, dansgólf, billjardborð, dartspjald og meira segja diskóljós og speglakúlur. Allt sem þarf til að halda gott partí... nema magnari og cd-spilari. En Raggi var hetja kvöldsins og bar sinn 20 kílóa magnara á öxlinni og mætti með hann í partíið. Eftir fótboltan höfðu strákarnir farið í gufu og á einhvern undarlegan hátt þá flæktist einn kassinn í fótunum á þeim og dróst með þeim alla leið þangað. Og þar sem þeir voru komnir þangað, þyrstir eftir boltan, þá fannst þeim hálf kjánalegt að bera kassan tilbaka, þannig að þeir gengu bara frá honum á staðnum. Afar hressandi eftir góðan leik. Meiðsl leiksin fékk Kiddi, hann lenti í samstuði við Gumma og minnti þónokkuð á Gorbatjov það sem eftir var kvöldsins. Eftir gufuna var farið að grilla (jú í millitíðinni blés Madda og Kristín upp milljón blöðrur og skreyttu salinn), við fengum okkur pulsur og hamborgar og það var meira segja boðið upp á íslenskt remúlaði og heimagert kartöflusalat. Afmælisbarninu fannst nú ekki leiðinlegt að geta sett bæði remúlaði og kartöflusalat á pulsuna sína og át hreinlega á sig gat, og brosti út að eyrum á meðan. Partíið fór síðan frekar rólega af stað en tók góða sprett upp úr miðnætti og þeir síðustu voru að komast heim til sín um sjöleytið um morguninn. Þó nokkuð vel af sér vikið. Held að Jón hafi bara sannað það að hann er ekkert að verða gamall, stóð sig eiginlega best í skemmtanahaldinu. Kannski fékk hann extra kraft úr súpermann-nærbuxunum sínum, hver veit.

Vegna einhverja mjög óvænta veikinda daginn eftir féll niður venjulega bandíæfingin. Það virðist hafa verið einhver vírus að ganga á flestum heimilum þennan dag.

mánudagur, maí 09, 2005

Ferðasaga

Það er víst komin tími á ferðasögu...

Við vöknuðum snemma á laugardagsmorgninum (30. maí) og drifum okkur af stað í lestina. Planið var að fara á Valborgarhátíðina í Uppsölum þar sem Björn vinur okkar var búin að smíða bát til að taka þátt í furðubátakeppni. Við lögðum af stað kl 7:40 um morgunin og áttum að taka lestina kl 8:10 á lestarstöðinni. Þegar við komum hérna niður í lestarstoppið okkar þá sáum við að lestin gengi bara á 10 mínútna fresti og næsta væri að fara eftir eina mínútu.... shitt... það var hlupið niður, lengsta rúllustiga í Svíþjóð, í þvílíkum loftköstum. Venjulega er ekki séns að ná henni þegar er bara ein mínúta í hana, en ef við myndum ekki ná henni þá myndum við missa af lestinni til Uppsala. Jón stóð sig eins og þvílík hetja og brunaði niður stigan á undan mér og náði lestinni. Hann stökk inn og hékk í hurðinni meðan ég kom skakklappandi síðasta hlutann. Lestarstjórinn var greinilega alveg hrikalega afslappaður og horfði bara á Jón, hissa á þessum hamagangi svona snemma á laugardagsmorgni. Svo beið hann bara rólegur með lestina sína eftir mér. Fjúff... sem betur fer reddaðist þetta. Venjulega ganga nefnilega lestirnar á 5 mínútna fresti þannig að maður spáir lítið í svona. Svo fórum við niður á lestarstöð til að kaupa miða. Á leiðinni hringdi Raggi... "gettu hvað, lestin gengur svo sjaldan að við verðum pinku sein, viltu kaupa miða fyrir okkur!". Það var greinilega ekki bara við sem klikkuðum á þessu. Eftir smá stress við miðavélina, þar sem kortin okkar virkuðu ekki, fengum við Val til að kaupa miða á línuna. Enda bara orðnar 10 mínútur í brottför og við eftir að koma okkur út í lest. Jæja, þetta hafðist nú svo sem allt og við skelltum okkur upp í lestina. Raggi hringdi og sagðist móður vera á leiðinni og þau væri alveg að koma. Svo lagði lestin af stað og enginn Raggi og Heiðrún. Þá hringdi Raggi..." Ég stend hérna á brautarpallinum og er að horfa á ykkur keyra í burtu!" En æði.... sem betur fer gekk lestin oft og þau komust líka til Uppsala.

Í Uppsölum beið Madda og Kristín vinkona hennar eftir okkur niður við kanalinn. Þær höfðu verið þar síðan kl 8:30 að passa gott pláss fyrir okkur. Alveg draumur þessar stelpur. Bátarnir voru æði en það var ferlega kalt og troðið og þegar var komið að Birni og co þá hélt ég að rassinn á mér væri dottinn af út af kulda. En því miður þá var hann þarna ennþá, allt heila hlassið. Björn og félagar voru ótrúlega flottir, höfðu smíðað kafbát merktan "the icelandic army", voru í 66°norður göllum og með herhjálma, reyk úr bátnum, byssur og allt. Báturinn sökk víst og lyfti sér upp aftur. Það tók reyndar enginn eftir því en það virkaði samt sem áður og fyrir vikið fengu þeir Verkfræðiverðlaunin. Glæsilegt strákar... við vorum að rifna úr stolti. Það versta var að Björn tók ekki einu sinni eftir okkur þarna bláum í framan, hvetjandi þá áfram.
Annars finnst mér Valborgarmessan frekar furðulegt fyrirbæri. Þetta er eins og þjóðhátíð í Eyjum fyrir utan að þetta er tekið út á einum degi inn í miðjum bæ. Eftir að allir fari í pikknikk í smá túni í bænum þá er farið inn á alla stúdentaskemmtistaðina þar sem er selt ódýrt kampavíni og það er lítið drukkið heldur aðallega sprautað yfir allt og alla. Maður verður nokkuð blautur af því fjörinu, bæði að innan sem utan. Um kvöldið vorum við á rölti á bænum með Val, Möddu og Kristínu og kvöldið endaði svo á pöb í Stokkhólmi.

Daginn eftir vöknuðum við og heilsan var ekki alveg upp á sitt besta. Það er s.s. satt að aldurinn fer svona með mann. Jæja, það var pakkað og haldið af stað út í skip þar sem ferðinni var haldið til Tallinn. Skipið var nú bara nokkuð flott enda smíðað í fyrra. Káetan okkar var líka nokkuð flott og ekki alveg eins djömmuð eins og sú sem við fórum í til Helsinki. Við sáum fljótlega að þetta var heldur ekki alveg eins mikil djamm ferð því að meðal-aldurinn var um 80 ár. Við komumst líka að því að þau voru flest öll í línudansfélagi sem var þarna á ferð. Hrikalegt stuð... Og var skemmtistaðurinn notaður mikið í ferðinni í línudans. Við fengum okkur bara eitthvað snarl að borða og horfðum svo á sjóið um kvöldið. Það var bara frekar fyndið. Þarna voru 16 dansarar og söngvarar með þessu fínu dansatriði og maður sá alveg að þetta voru alvöru dansarar, (fyrirgefið Skandinavian Hunks). Það sem var samt alveg fáránlega fyndið var að allar stelpunar í sjóinu voru látnar vera í rasslausum buxum , sama hvað þær voru að dansa. Meira segja þegar þær tóku línudansinn, þá voru þær í rasslausum buxum. Við Jón horfðum bara á hvort annað og skellihlógum svo. Við vorum greinilega farin að nálgast austur evrópu.

Daginn eftir vöknuðum við í Tallinn og bókuðum okkur ferð um borgina. Við heilluðumst alveg og það er alveg hægt að segja að þetta sé frekar mögnuð borg. Á milli eldgamla bygginga frá miðöldum standa rússnesk svefnþorp, sundurbrennd eða skotnar byggingar, hrunin hús, og stál/gler byggingar nútímans, allt í einum hrærigraut. Svo var allt alveg ótrúlega ódýrt. Okkur langar mjög mikið að fara aftur til Tallinn og eyða kannski nokkrum nóttum þar, bara til að kynnast þessari borg betur. Fólkið var bara frekar vinalegt þó maður sá einn og einn skuggalegan mann þá var það ekkert öðruvísi en annarstaðar í heiminum. Meðallaunin þarna eru víst um 4 þús sek þegar búið er að draga frá skatt. Svo er maður að kvarta yfir námslánunum...

Þegar við komum tilbaka á skipið skelltum við okkur í Bingó með gamla fólkinu, svona til að testa það hvernig er að vera gamall. Jóni fannst þetta frekar lummó í byrjun en svo þegar var byrjað að lesa tölurnar þá fékk ég ekkert að merkja við lengur. Hann var miklu fljótari en ég. Já, ég held að við eigum eftir að verða bara nokkuð góð saman á elliheimilinu. "hana... hún sagði B2" , " neineinei, hún sagði G42!".

Við fórum svo út að borða um kvöldið og ætluðum að gera aðeins vel við okkur því að Jón átti afmæli daginn eftir. Við fengum okkur humarsúpu og nautasteik og rauðvín með. Þegar steikin var farin niður og við vorum að sötra seinni helminginn af flöskunni kom þjónninn með flösku af kampavíni og óskaði Jóni til hamingju með afmælið og gaf honum. Frekar næs... þarna sátum við sæl og kláruðum þetta góða rauðvín og tókum svo til við kampavínið. Við urðum bara sælari og fórum svo og horfðum á rasslausa sjóið. Því miður var það ekki mjög rasslaust þetta kvöld enda annað atriði. Eftir sjóið létum við dansgólfið finna aðeins fyrir því og fórum síðan að sofa sæl og ánægð með frábæra ferð.

Daginn eftir vöknuðum við og fylgdumst með út um gluggan hvernig skipið sigldi inn um Stokkhólms skerjagarðinn. Við völdum okkur eyjar sem okkur langaði að tjalda á og hús sem við ætlum að búa í þegar við verðum stór. Við höfðum keypt aðeins bjór (5 kassa) og báðum Kidda að koma og hjálpa okkur að komast heim. Sem betur fer fylgdi kerra með kaupunum en við lögðum ekki í annað en að fá hann til að koma því hún leit ekki svo sterklega út. Ferðin heim gekk vel og það voru þreyttir ferðalangar sem komu heim til sín um hádegisbil.

Það var hin raunverulegi afmælisdagur hans Jóns en það líktist því miður ekki miklum afmælisdegi. Enginn pakki og ekki neitt handa honum. En ég lummó, ég bætti það upp þó daginn eftir þegar hann kom heim úr skólanum þar sem íbúðin var skreytt með smá blöðrum og það biðu 3 mismunandi kökur handa honum og túnfisksalat. En ennþá, enginn pakki.

Pakkana fékk hann ekki fyrr en á laugardaginn... en það er önnur saga og á skilið blogg út af fyrir sig.

miðvikudagur, maí 04, 2005

Hann á afmæli í dag!... nei, í gær

Við komum heim í hádeginu í gær, sæl og ánægð eftir frábæra ferð. Ferðasagan kemur seinna þegar gefst betri tími. Annars átti húsbóndinn á heimilinu afmæli í gær en varð afmælið því miður frekar fátæklegt sökum þreytu heimilisfólksins. Það var tekið smá forskot á afmælið kvöldið áður með nautasteik og humarsúpu... já og kampavíni í boði skipsins. Það verður stefnt á að bæta honum upp afmælisveisluleysið á laugardaginn því þá á að hóa fólkinu saman í smá teiti.

Afmælispakkarnir létu líka eitthvað bíða eftir sér en húsfrúin ætlar að reyna bjarga andlitinu í þeim málum. Annars er hún klárlega með buxurnar á hælunum í þessum afmælismálum. Eina lausnin sem hún hefur er að lýsa yfir öðrum í afmæli. Í dag verður haldið upp á fyrsta degi Jóns Grétars sem 26 ára.

"Ja må han leva, ja må han leva, ja må han leva uti hundrade år.
Javisst ska han leva, javisst ska han leva, javisst ska han leva uti hundrade år.
Och när han har levat, och när han har levat, och när han har levat uti hundrade år.
Ja då ska han skjutas, ja då ska han skjutas, ja då ska han skjutas på en skottkärra fram.
Hurra hurra hurra hurra!!!"

Hann lengi lifi, húrra, húrra, húrra, húrrraaaaaaa!!!!!!!