sunnudagur, apríl 20, 2008

Ekki fréttir...

Mér skilst að fólk sé farið að lengja eftir fréttum af erfingjanum og er farið að kvarta yfir að ekkert komi hingað inn. En þar sem fréttir fljúga yfirleitt nokkuð hratt, og þar sem lítið hefur frést af okkur, þá er strákurinn bara enn í góðu yfirlæti í mallanum á móður sinni. Það hafa verið ýmsar þeoríur í gangi um þetta ferli allt, en við foreldrarnir höllumst að því að það sé "Naut" á leiðinni. Nautsmerkið byrjar s.s. þann 20. apríl og þar sem Naut eru fræg fyrir einstaka þrjósku og viljafestu (ef fólk vissi það ekki þá er pabbinn líka naut), þá er svo sem alveg líklegt að litla nautið ríghaldi sér í þangað til að hans tími komi. Hann er svo sem alveg búin að sanna að hann hafi allt til þess að bera að vera þrjóskt Naut.

Fólk hefur annars verið duglegt að senda okkur ýmsar aðferðir við að koma þessu af stað. Við erum þakklát fyrir hugmyndirnar þó sumar séu æði frumlegar. Við erum frekar afslöppuð yfir þessu öllu saman þó ég verði að viðurkenna það að ég sé aðeins byrjuð að þreytast. Sem betur fer er góður hópur af fólki í kringum mann sem passar að manni leiðist ekki, né verði of myglaður af ástandinu.

Jón hefur lifað af nokkrar bylgjur af hreiðurgerð, og þar sem þetta hefur dregist á langinn þá hef ég heimtað að hreiður-hreingerninginn sé endurtekinn nokkrum sinnum. Það er alveg ótrúlega magnað að upplifa sjálfan sig svona hrikalega geðveikan. Þeir sem þekkja til vita að ég er ekki alveg húsmóðurtýpan og stundum þegar ég tala þá trúi ég ekki að ég sé í alvörunni að segja þetta. Aldrei í lífinu hefði ég trúað því að ég gæti ekki hætt að hugsa um það að það hafi ekki verið þrifið nægilega vel undir rúmmi (nota bene... ekki nægilega vel, það var sko þrifið, var ekki viss hvort það væri alveg 100% hreint), eða að það ætti eftir að sótthreinsa klóstið og vaskinn á baðinu. Já, það sem ég vel mér að vera andvaka yfir þessa dagana. Þið skiljið núna afhverju ég upplifi mig sem snargeðveika.

En jæja, kannski meira af heiðurgerð seinna.
Kv,
Beta

6 Comments:

Blogger Dagny Ben said...

Mig er einmitt farið að lengja eftir fréttum af ykkur. Fylgist spennt með :0) Gangi ykkur allt í haginn!

20 apríl, 2008 14:00  
Blogger Magdalena said...

Beta Beta she's my man
if she can't do it - noone can!

22 apríl, 2008 14:54  
Anonymous Bryndís said...

Gaman að lesa fréttir af ykkur :D
Bíð spennt eftir frekari fréttum ;)

22 apríl, 2008 22:46  
Anonymous Nafnlaus said...

Til hamingjumeð litla kútinn
stuðkveðjur frá Berlín, Tóta og Örnólfur og Baldurþóaðhannséekkiíberlín

23 apríl, 2008 21:48  
Anonymous Bryndís said...

Til hamingju með strákinn :)

kv. Bryndís

25 apríl, 2008 21:54  
Anonymous Baldur said...

takk fyrir síðast og til hamingju með litla

30 apríl, 2008 14:47  

Skrifa ummæli

<< Home