föstudagur, maí 12, 2006

Afslöppun í dag og dekrun á morgun

Jæja, það á víst bara að vera kalt um helgina. Hitinn á að fara alveg niður í heilar 15°. Einhvern veginn ætla ég ekki að láta það fara illa í mig, enda bara nokkuð gott útileguveður á mínum mælikvarða. Annars fer helgin í að dekra aðeins við Nonna því hann er á kafi í próflestri. Ég og Malin ákváðum svo að við hefðum verið ansi duglegar í vikunni og skelltum okkur bara niður að vatni á kaffihús í hádeginu. Svo létum við sólina sleikja okkur og eyddum svo restinni af deginum að versla. Það er svo mikið æði að hafa sinn eigin fatasnilling þegar maður fer að versla,hún hefur þvílíkt auga fyrir þessu, enda að vinna hjá H&M. Hún er s.s. stílistinn minn þessa dagana. Kannski hún eigi einhvern heiður að breyttu útliti síðan í fyrra. Madda var eitthvað að kommenta á það að við hefðum litið aðeins öðruvísi út á Valborg í fyrra, hvað finnst ykkur?

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home