þriðjudagur, febrúar 28, 2006
Ég elska neðanjarðarlestina. Sumir hata hana, finnst þeir vera eins og kindur leiddar til slátrunar, en ég elska hana. Hvergi annars staðar sér maður jafn undarlegt fólk samankomið! Ég held ég geti ferðast stundum heilu dagana og bara skoðað fólkið. Þetta er á vissan hátt eins og að vera á "karakter" safni. Í gær t.d. hitti ég einn sem var eins og klipptur úr í japanskri mafíu-mynd. Hann var greinilega asískur með kolsvart, gljáandi slétt hár sem náði honum niður í mitti. Utan um sig var hann í ljósbrúnum rykfrakka og svo hélt hann þéttingsfast í svarta skjalatösku. Ég beið bara eftir að hann myndi snúa sér með hringsparki og svo myndu frakkinn og hárið hanga í loftinu í "sló-mó" á meðan hann vippaði fram sjálfvirkum byssum. En nei, hann andvarpaði bara í þröngri lestinni og gekk út á næstu stöð.
sunnudagur, febrúar 26, 2006
16 hungraðar magadansmeyjar
"munið að anda og ekki bíta tönnunum svona fast saman!" Þannig hljómuðu einhvern veginn leiðbeiningarna hjá mér í gær. Við íslensku stelpu stúdentarnir héldum tje-kväll (stelpukvöld) í gær og byrjuðum í magadansi út í líkamsrækt og fórum svo heim til mín að partíast. Þetta var dúndur stuð og stelpurnar sýndu þvílík tilþrif við dansinn. Tungurnnar fóru annaðhvort út í kinn eða út á kinn, einbeitinginn var svo mikill. Við fórum svo og versluðum okkur pizzur á pizzeríunni okkar og nammi og gos í búðinni. Það voru allir voða hressir sem afgreiddu okkur og konan í búðinni gaf okkur 1 og 1/2 líter af kók og strákarnir á pizzastaðnum gáfu okkur 4 lítra af gosi því við keyptum svo mikið af pizzum. Það þurfti nebbilega talsvert að aðföngum ofan í 16 hungraðar magadansmeyjar.
Íbúðin stóð sig alveg ágætlega og ég held að það hafi ekki farið neitt svo illa um okkur þó að einungis væri tæplega 2 fm á mann til umráða. Alla veganna tróðu þær sér allar inn í litlu stofuna og sungu í singstar og kjöftuðu. Nokkrum sinnum forðaði ég mér fram því að desíbelið var orðið ískyggilega hátt. En það er líka skiljanlegt, 16 stelpur að kjafta saman í 12 fm herbergi. Nágranninn með bassakeiluna frétti að við værum með partí þannig að hann notaði tækifærið og blastaði græjuna sína. Það var nokkkuð magnað þegar honum tókst að yfirgnæfa fuglabjargið og tónlistina okkar með sinni. Ég sem hafði kíkt til hans fyrr um kvöldið og varað hann við því að það yrði kannski læti í okkur. Meira segja glösin í hillunni okkar klingdu í takt öðru hvoru, og hillan er á veggnum fjær íbúðinni hans. Hehehe... mar verður að komast að því hvaða græju hann er að nota. Greinilega dúndurvara.
En hvernig sem á það er litið þá var kvöldið algjör snilld. Vona að þetta verði endurtekið sem fyrst!
Íbúðin stóð sig alveg ágætlega og ég held að það hafi ekki farið neitt svo illa um okkur þó að einungis væri tæplega 2 fm á mann til umráða. Alla veganna tróðu þær sér allar inn í litlu stofuna og sungu í singstar og kjöftuðu. Nokkrum sinnum forðaði ég mér fram því að desíbelið var orðið ískyggilega hátt. En það er líka skiljanlegt, 16 stelpur að kjafta saman í 12 fm herbergi. Nágranninn með bassakeiluna frétti að við værum með partí þannig að hann notaði tækifærið og blastaði græjuna sína. Það var nokkkuð magnað þegar honum tókst að yfirgnæfa fuglabjargið og tónlistina okkar með sinni. Ég sem hafði kíkt til hans fyrr um kvöldið og varað hann við því að það yrði kannski læti í okkur. Meira segja glösin í hillunni okkar klingdu í takt öðru hvoru, og hillan er á veggnum fjær íbúðinni hans. Hehehe... mar verður að komast að því hvaða græju hann er að nota. Greinilega dúndurvara.
En hvernig sem á það er litið þá var kvöldið algjör snilld. Vona að þetta verði endurtekið sem fyrst!
laugardagur, febrúar 25, 2006
föstudagur, febrúar 24, 2006
Þunglyndur Heljar Engill
Krakkarnir í skólanum voru búin að lofa mér að vorið ætti að byrja í dag. En það verður víst einhver bið á því. Það var bara ekkert vorlegt í dag.
Ég sá í grein á mbl.is (held ég) að sænskir Hell's Angels séu þunglyndir. Mér fannst það merkilegt nokk og velti fyrir mér hvort það væri kannski ástæðan fyrir dökka klæðnaðinum, óhreinlegu útliti og margra daga skeggi. Þeir voru ekkert að leita að "bad guy" útliti, voru bara þunglyndir greyin og með lítið sjálfstraust. Það kom svo á daginn í gær að þessi frétt stóðst ekki, því miður, eins og það var nú góð útskýring á ástandinu á þeim. Þeir eru víst bara að láta skrá sig þunglynda og útbrunna til að komast á sjúkrapening hjá ríkinu. Þannig að því miður þá eru Sænsku Heljar Englarnir ekki þunglyndir. Ég væri samt þunglynd ef ég væri sænskur Hells Angels, hvernig er hægt að halda kúlinu á sænsku?
Ég sá í grein á mbl.is (held ég) að sænskir Hell's Angels séu þunglyndir. Mér fannst það merkilegt nokk og velti fyrir mér hvort það væri kannski ástæðan fyrir dökka klæðnaðinum, óhreinlegu útliti og margra daga skeggi. Þeir voru ekkert að leita að "bad guy" útliti, voru bara þunglyndir greyin og með lítið sjálfstraust. Það kom svo á daginn í gær að þessi frétt stóðst ekki, því miður, eins og það var nú góð útskýring á ástandinu á þeim. Þeir eru víst bara að láta skrá sig þunglynda og útbrunna til að komast á sjúkrapening hjá ríkinu. Þannig að því miður þá eru Sænsku Heljar Englarnir ekki þunglyndir. Ég væri samt þunglynd ef ég væri sænskur Hells Angels, hvernig er hægt að halda kúlinu á sænsku?
fimmtudagur, febrúar 23, 2006
Uppreisn nördanna
Ég sat fyrir framan sjónvarpið og tjillaði. Jón var í eldhúsinu að undirbúa pasta-salat handa okkur. Það var þá sem það gerðist. Í einu auglýsingahléinu í sjónvarpinu var auglýst sjampó... einungis ætlað rauðhærðum. Vááá! Ekkert smá æðislegt. Loksins hef ég verið uppgötvuð sem minn eigin markhópur.
laugardagur, febrúar 11, 2006
Skilnaðir og make-over
Æskuvinir mínir skildu fyrir nokkrum árum. Ástæðan var sú að þau þurftu víst bæði tíma út af fyrir sig. Höfðu líklega vaxið í sundur, eins og svo mörg pör. Ég var nú alltaf viss um að hann væri hinsegin og beið spennt eftir fréttum um að hann kæmi út úr skápnum í framhaldinu af skilnaðnum. Það gerðist þó ekki og ég býð ennþá.
Í dag, frétti ég, að hann greyið hefði bara verið svona hrikalega metró, það var misskilningurinn með útlitið. Hann villtist einhverstaðar á leiðinni, en með hjálp góðra aðila hefur hann snúið blaðinu við og er mættur á svæðið, flottari en nokkru sinni fyrr, til að vinna hjarta sinnar heittelskuðu.
Go Ken!
Í dag, frétti ég, að hann greyið hefði bara verið svona hrikalega metró, það var misskilningurinn með útlitið. Hann villtist einhverstaðar á leiðinni, en með hjálp góðra aðila hefur hann snúið blaðinu við og er mættur á svæðið, flottari en nokkru sinni fyrr, til að vinna hjarta sinnar heittelskuðu.
Go Ken!
fimmtudagur, febrúar 09, 2006
Retail-þerapía á diskinn minn
Mig langar í retail þerapíu. Kannski ég skelli mér bara á morgun! Anna Lind segir alla veganna að þetta svínvirki. Og ég er líka sannfærð um það, getur líklega læknað allt, nema ljótt fólk.
Hvernig getur þetta svo sem klikkað? Verst að H&M kortið mitt er svo mikið notað að það virkar ekki lengur. Ég á von á nýju í póstinum. Mikið væri næs að fá inneignarnótu með.
Ætla fara klappa Jóni og sníkja pening hjá honum, hann er sykur-pápinn minn þessa dagana þar sem hann er búin að fá námslán og ekki ég.
Hvernig getur þetta svo sem klikkað? Verst að H&M kortið mitt er svo mikið notað að það virkar ekki lengur. Ég á von á nýju í póstinum. Mikið væri næs að fá inneignarnótu með.
Ætla fara klappa Jóni og sníkja pening hjá honum, hann er sykur-pápinn minn þessa dagana þar sem hann er búin að fá námslán og ekki ég.
miðvikudagur, febrúar 08, 2006
TBR taktar og sófinn góði
Þarna er Jón út á vatni, hérna fyrir neðan hjá okkur.
Alveg er það magnað hvað við Jón getum komið okkur vel fyrir í þessum sófa. Í dag steinsofnuðum við bæði og vöknuðum saman í hrúgu. Voða notó... en þó samt nett samviskubit yfir að hafa ekki verið duglegri að læra. Mar var bara svo voða voða dasaður. Ég fór í badminton með Kollu, Kristveig og Dagný, í hádeginu og við tókum þvílíkt á. Ég var alveg búin að gleyma hvað þetta er skemmtilegt, en gamlir TBR taktar rifjuðust fljótt upp. Þegar við Jón komum heim þá var eitthvað svo kalt að við breiddum teppi yfir okkur. Restin er segin saga...
Annars ætlaði ég að reyna losa mig við strengi úr kálfunum í badminton. Það gekk ekki betur en svo að ég hef alveg verið að drepast í dag. Sleppti meira segja pilates í kvöld, var ekki að meika meiri hreyfingu.
þriðjudagur, febrúar 07, 2006
Hvorki Elísabet né ástin spyrja um aldur...
Þá er fyrirtækið farið af stað. Áhugasömum bendi ég á þennan link.
Heimsyfirráð eða dauði!!!
Heimsyfirráð eða dauði!!!
mánudagur, febrúar 06, 2006
Lítil dama með stórt og flott nafn
"bíddu, bíddu... s.s. þið heitið það sama, hann og pabbi þinn eru alnafnar og þeir tveir heita það sama? Þið Íslendingar eruð ekki mikið fyrir fjölbreytni, er það?" Samtölin í skírnarveislunni voru hljómuðu eitthvað á þessa leið. Við eyddum nefnilega helginni í Arboga þar sem hún litla frænka var skírð stóru nafni. Hún heitir nú Hildur Elísabet Lillehuldt Grétarsdóttir. Nokkuð myndarlegt nafn og þar með féll nafnið hennar ömmu úr sessi sem lengsta nafnið í fjölskyldunni. Rósa María Þóra Guðmundsdóttir er nú bara lítið og stutt við hliðina á henni Helgu litlu. Já, ég var að spá í að fara kalla hana bara Helgu enda eru höfuðstafirnir hennar H.E.L.G. Hún var ekkert smá sæt og góð og það fór ferlega lítið fyrir henni. Hún hló og hjalaði og var hreinlega eins og helst væri hægt að óska sér. Það var líka ekkert smá gaman að hitta hluta fólksins úr Seli. Þau eru alltaf jafn hress og ég held að ég hafi ekki hlegið svona mikið lengi. Mér finnst líka voða næs að eiga pabba sem er tvíburi, þá á mar alltaf svona vara-foreldra. Ella og Vésteinn eru einhvern veginn pabbi og mamma á ská, og krakkarnir þeirra meira svona eins og hálf-systkini manns.
Jón var líka í essinu sínu, hann gat spjallað endalaust við Grétar, Véstein og Kjell pabba hennar Jennýjar. Þeir supu saman á viskí og spjölluðu langt fram á nótt um ...hmmm... held það hafi verið einhverskonar hita-element. Það merkilega var þó að allar samræðurnar fóru fram á sænsku. Það kom s.s. í ljós að Jón er bara nokkuð sleipur í að tala sænsku, það þurfti greinilega bara 2 rauðvínsglös til að skrúfa frá. Grétar sýndi okkur svo nýju skógarhöggsvélina sína og bifvélaverkstæðið sem hann var að kaupa. Augun á Jóni urðu eins og undirskálar og ég varð hálffegin að það er einn og hálfur tími í lest til þeirra, því að ég er viss um að Jón myndi eyða öllum lausum stundum sínum þarna. Kannski eigingjarnt af mér að hugsa svona, en við verðum bara að vera dugleg að kíkja í heimsókn til þeirra.
Hérna í Stokkhólmi er þó orðið aftur kalt og byrjað að snjóa. Ég þakka þó fyrir að hér er ekki eins kalt og í Arboga, þegar Grétar frændi vaknaði á sunnudagsmorgunin þá var -18 stig úti brrrrrr....