Skilnaðir og make-over
Æskuvinir mínir skildu fyrir nokkrum árum. Ástæðan var sú að þau þurftu víst bæði tíma út af fyrir sig. Höfðu líklega vaxið í sundur, eins og svo mörg pör. Ég var nú alltaf viss um að hann væri hinsegin og beið spennt eftir fréttum um að hann kæmi út úr skápnum í framhaldinu af skilnaðnum. Það gerðist þó ekki og ég býð ennþá.
Í dag, frétti ég, að hann greyið hefði bara verið svona hrikalega metró, það var misskilningurinn með útlitið. Hann villtist einhverstaðar á leiðinni, en með hjálp góðra aðila hefur hann snúið blaðinu við og er mættur á svæðið, flottari en nokkru sinni fyrr, til að vinna hjarta sinnar heittelskuðu.
Go Ken!
Í dag, frétti ég, að hann greyið hefði bara verið svona hrikalega metró, það var misskilningurinn með útlitið. Hann villtist einhverstaðar á leiðinni, en með hjálp góðra aðila hefur hann snúið blaðinu við og er mættur á svæðið, flottari en nokkru sinni fyrr, til að vinna hjarta sinnar heittelskuðu.
Go Ken!
3 Comments:
Hann ætti kannski að prófa að fá sér gallaoutfit.. það myndi allavegana heilla hana Gallafata Barbie ;)
ha ha ha ha, var ekkert að fatta um hvern þú værir að tala. skemtilega villandi.
hallo beta og frændi.Erum flutt til Berlínar og búin að gefa Örnólfi hund!alltaf velkomin í gestaherbergi ef þið eigið leið hjá.kveðja Tóta
Skrifa ummæli
<< Home