föstudagur, febrúar 24, 2006

Þunglyndur Heljar Engill

Krakkarnir í skólanum voru búin að lofa mér að vorið ætti að byrja í dag. En það verður víst einhver bið á því. Það var bara ekkert vorlegt í dag.
Ég sá í grein á mbl.is (held ég) að sænskir Hell's Angels séu þunglyndir. Mér fannst það merkilegt nokk og velti fyrir mér hvort það væri kannski ástæðan fyrir dökka klæðnaðinum, óhreinlegu útliti og margra daga skeggi. Þeir voru ekkert að leita að "bad guy" útliti, voru bara þunglyndir greyin og með lítið sjálfstraust. Það kom svo á daginn í gær að þessi frétt stóðst ekki, því miður, eins og það var nú góð útskýring á ástandinu á þeim. Þeir eru víst bara að láta skrá sig þunglynda og útbrunna til að komast á sjúkrapening hjá ríkinu. Þannig að því miður þá eru Sænsku Heljar Englarnir ekki þunglyndir. Ég væri samt þunglynd ef ég væri sænskur Hells Angels, hvernig er hægt að halda kúlinu á sænsku?

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home