sunnudagur, febrúar 26, 2006

16 hungraðar magadansmeyjar

"munið að anda og ekki bíta tönnunum svona fast saman!" Þannig hljómuðu einhvern veginn leiðbeiningarna hjá mér í gær. Við íslensku stelpu stúdentarnir héldum tje-kväll (stelpukvöld) í gær og byrjuðum í magadansi út í líkamsrækt og fórum svo heim til mín að partíast. Þetta var dúndur stuð og stelpurnar sýndu þvílík tilþrif við dansinn. Tungurnnar fóru annaðhvort út í kinn eða út á kinn, einbeitinginn var svo mikill. Við fórum svo og versluðum okkur pizzur á pizzeríunni okkar og nammi og gos í búðinni. Það voru allir voða hressir sem afgreiddu okkur og konan í búðinni gaf okkur 1 og 1/2 líter af kók og strákarnir á pizzastaðnum gáfu okkur 4 lítra af gosi því við keyptum svo mikið af pizzum. Það þurfti nebbilega talsvert að aðföngum ofan í 16 hungraðar magadansmeyjar.
Íbúðin stóð sig alveg ágætlega og ég held að það hafi ekki farið neitt svo illa um okkur þó að einungis væri tæplega 2 fm á mann til umráða. Alla veganna tróðu þær sér allar inn í litlu stofuna og sungu í singstar og kjöftuðu. Nokkrum sinnum forðaði ég mér fram því að desíbelið var orðið ískyggilega hátt. En það er líka skiljanlegt, 16 stelpur að kjafta saman í 12 fm herbergi. Nágranninn með bassakeiluna frétti að við værum með partí þannig að hann notaði tækifærið og blastaði græjuna sína. Það var nokkkuð magnað þegar honum tókst að yfirgnæfa fuglabjargið og tónlistina okkar með sinni. Ég sem hafði kíkt til hans fyrr um kvöldið og varað hann við því að það yrði kannski læti í okkur. Meira segja glösin í hillunni okkar klingdu í takt öðru hvoru, og hillan er á veggnum fjær íbúðinni hans. Hehehe... mar verður að komast að því hvaða græju hann er að nota. Greinilega dúndurvara.
En hvernig sem á það er litið þá var kvöldið algjör snilld. Vona að þetta verði endurtekið sem fyrst!

5 Comments:

Anonymous Kolla said...

Frábært partý! Takk fyrir mig :)

26 febrúar, 2006 16:21  
Blogger Kristveig said...

Já takk fyrir mig!!! Mjög vel heppnað allt saman! ;)

26 febrúar, 2006 16:52  
Anonymous heiðrún said...

Takk kærlega fyrir gærdaginn! Dúndur stuð :D

26 febrúar, 2006 17:01  
Anonymous Nafnlaus said...

Hefði nú verið gaman að sjá af þessu mynd - oh það yljar mér alltaf svo að sjá steingluggakisturnar og blessuðu gluggana með persinunum innan í - allar gluggar eins í henni Svíþjóð.
Haldið áfram að hafa það gaman, knús og kossar frá okkur á Völlunum.
Hafdís og Óli - gömlu Svíafararnir

26 febrúar, 2006 22:58  
Blogger Dagny Ben said...

Takk kaerlega fyrir mig Elisabet!

27 febrúar, 2006 13:06  

Skrifa ummæli

<< Home