miðvikudagur, febrúar 08, 2006

TBR taktar og sófinn góði


Þarna er Jón út á vatni, hérna fyrir neðan hjá okkur.

Alveg er það magnað hvað við Jón getum komið okkur vel fyrir í þessum sófa. Í dag steinsofnuðum við bæði og vöknuðum saman í hrúgu. Voða notó... en þó samt nett samviskubit yfir að hafa ekki verið duglegri að læra. Mar var bara svo voða voða dasaður. Ég fór í badminton með Kollu, Kristveig og Dagný, í hádeginu og við tókum þvílíkt á. Ég var alveg búin að gleyma hvað þetta er skemmtilegt, en gamlir TBR taktar rifjuðust fljótt upp. Þegar við Jón komum heim þá var eitthvað svo kalt að við breiddum teppi yfir okkur. Restin er segin saga...

Annars ætlaði ég að reyna losa mig við strengi úr kálfunum í badminton. Það gekk ekki betur en svo að ég hef alveg verið að drepast í dag. Sleppti meira segja pilates í kvöld, var ekki að meika meiri hreyfingu.

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home