Lítil dama með stórt og flott nafn
"bíddu, bíddu... s.s. þið heitið það sama, hann og pabbi þinn eru alnafnar og þeir tveir heita það sama? Þið Íslendingar eruð ekki mikið fyrir fjölbreytni, er það?" Samtölin í skírnarveislunni voru hljómuðu eitthvað á þessa leið. Við eyddum nefnilega helginni í Arboga þar sem hún litla frænka var skírð stóru nafni. Hún heitir nú Hildur Elísabet Lillehuldt Grétarsdóttir. Nokkuð myndarlegt nafn og þar með féll nafnið hennar ömmu úr sessi sem lengsta nafnið í fjölskyldunni. Rósa María Þóra Guðmundsdóttir er nú bara lítið og stutt við hliðina á henni Helgu litlu. Já, ég var að spá í að fara kalla hana bara Helgu enda eru höfuðstafirnir hennar H.E.L.G. Hún var ekkert smá sæt og góð og það fór ferlega lítið fyrir henni. Hún hló og hjalaði og var hreinlega eins og helst væri hægt að óska sér. Það var líka ekkert smá gaman að hitta hluta fólksins úr Seli. Þau eru alltaf jafn hress og ég held að ég hafi ekki hlegið svona mikið lengi. Mér finnst líka voða næs að eiga pabba sem er tvíburi, þá á mar alltaf svona vara-foreldra. Ella og Vésteinn eru einhvern veginn pabbi og mamma á ská, og krakkarnir þeirra meira svona eins og hálf-systkini manns.
Jón var líka í essinu sínu, hann gat spjallað endalaust við Grétar, Véstein og Kjell pabba hennar Jennýjar. Þeir supu saman á viskí og spjölluðu langt fram á nótt um ...hmmm... held það hafi verið einhverskonar hita-element. Það merkilega var þó að allar samræðurnar fóru fram á sænsku. Það kom s.s. í ljós að Jón er bara nokkuð sleipur í að tala sænsku, það þurfti greinilega bara 2 rauðvínsglös til að skrúfa frá. Grétar sýndi okkur svo nýju skógarhöggsvélina sína og bifvélaverkstæðið sem hann var að kaupa. Augun á Jóni urðu eins og undirskálar og ég varð hálffegin að það er einn og hálfur tími í lest til þeirra, því að ég er viss um að Jón myndi eyða öllum lausum stundum sínum þarna. Kannski eigingjarnt af mér að hugsa svona, en við verðum bara að vera dugleg að kíkja í heimsókn til þeirra.
Hérna í Stokkhólmi er þó orðið aftur kalt og byrjað að snjóa. Ég þakka þó fyrir að hér er ekki eins kalt og í Arboga, þegar Grétar frændi vaknaði á sunnudagsmorgunin þá var -18 stig úti brrrrrr....
1 Comments:
Hún er rosa sæt litla frænka þín :)
Skrifa ummæli
<< Home