miðvikudagur, desember 07, 2005

Beta bleika er ekki til...

Í tilefni af commentum sem ég fékk eftir síðasta blogg, þá langar mig að koma með stórmerkilega tísku yfirlýsingu. Elísabet er ný og breytt manneskja. Eftir að ég flutti út þá hefur fatasmekkurinn breyst heilmikið (eða í þeirri trú stend ég). Sem dæmi um það má nefna það að það er einungis 2 rauðar flíkur til í fataskápnum mínum og ekki ein einastableik flík til. Ég veit að það er ótrúlegt en satt en þessa dagana sést ég einungis í brúnu, svörtu, hvítu, kremuðu, smá grænu og gallabuxum. Ég held að uppáhaldsliturinn þessa dagana sé svart... enda hrikalega inn að vera í svörtu, skilliði... ýkt kúl skooo!!!
Til að styðja mitt mál þá langar mig að biðja þá sem umgangast mig hérna úti að commenta á þetta. Bara svo að fólk trúi mér heima. Ég veit vel að þetta er mikið til að meðtaka og erfitt að sæta sig við, sérstaklega þar sem ég var eins bleik og ég var... en tímarnir breytast og mennirnir með. Beta bleika er því miður horfin.

Þannig að varðandi jólagjafirnar þá er allt vel þegið sem er eitthvað af eftirfarandi:
-kynæsandi
-dekur
-nammi...sumt breytist aldrei
-og það má alveg heyrast í pakkanum...
-mjúkir pakkar líka velkomnir

Kv, Beta Brúna!

P.s. held að við skellum bara upp óskalista, alveg eins og þegar mar var lítill!

10 Comments:

Anonymous Nafnlaus said...

Þannig að jólagjafalistinn mætti t.d. alveg hljóða upp á eins og eitt stykki heimsókn til Óla bróður og Dísu í kannski smá súkkulaði (með rjóma þeir sem það vilja), hitta mæðgurnar dönsku og kannski taka svona eins og eitt jólahjólalag með súkkulaðinu??????

07 desember, 2005 03:08  
Anonymous Nafnlaus said...

Beta bleika..hmmm...ég verð nú bara að segja að ég sé það engan veginn fyrir mér:-)

07 desember, 2005 14:28  
Anonymous Nafnlaus said...

Eg hef aðeins einu sinni séð þig í bleiku. Það var í partý þar sem var bleikt var skylda til að fá aðgöngu. Mér sýndist þér m.a.s. líða hálfilla og ef ég man rétt var bleiku flíkinni m.a.s skipt út áður en við fórum í bæinn. Fyndið að breytast svona :)...segi eins og Heiðrún sé gamla stílinn varla fyrir mér.

07 desember, 2005 14:43  
Blogger Jón Grétar said...

Já ég sé hann varla fyrir mér, beta bleika, það hlýtur að hafa verið eithvað áður en ég kynntist þér því þú hefur ekki verið neitt sérstaklega hrifin af bleiku, hélt það væri meira grænt :)

07 desember, 2005 21:47  
Anonymous Nafnlaus said...

Hún Elísabet litla systir mín er bara í felulitum, hún er og verður bleik inn við bein. Skoðið hana bara, altaf, allt í stíl, frá sokkum til naglalaks. (þar kemur bleika genið fram)(ok sokkarnir geta verið af ýmsum stílum en alltaf í stíl við eitthvað sem Elísabet er í) Jón Grétar, ég er búin að þekkja hana helmingi lengur en þú, hún Elísabet er alltaf í felubúningi þegar hún er í grænu, brúnu eða svörtu vegna þess að hún er innist inni að skoða hvað skraut hún getur notað við fötin þar sem elsku besta litla systir mín vil láta bera á sér þegar hún er fín( og hún er alltaf fín) Hefur einhver séð hana fara í íþóttagalla í skóla eða í bæinn.:-) Elskurnar mínar Jón Grétar og Elísabet, ég hlakka mikið til að fá ykkur heim sem allra fyrst. Þið vitið að sem elsta systir þá hef ég þann rétt að benda öllum á að Ég á bestu litlu systir sem hægt er að fá.
Rósa

07 desember, 2005 22:28  
Blogger Elísabet said...

Ég verð að viðurkenna það að hún systir mín þekkir mig kannski fullvel. Jafnvel betur en ég vildi. Þegar hún sagði að ég væri bara í felulitum og bleik inn við beinið... þá varð mér litið ofan í bolinn og skein ekki þessi skærbleiki brjóstahaldari við mér. Ég gat ekki annað en hlegið! Það er s.s. sú flík sem ég hafði gleymt í upptalningunni í gær. En já, ég hef voða gaman að því að punta mig, og hef alltaf haft það. Það er rétt... stórar systur hafa víst rétt til að segja manni til (...lesist ráðskast með mann), alla veganna mínar systur. Enda á ég alveg bestu stærstu systur og frábæra mið-stu systur.
Kv,
Minnsta systir

07 desember, 2005 23:57  
Blogger Kristveig said...

Ég segi nú eins og hinar stokkhólmspíurnar að ég hef bara einu sinni séð Elísabetu í bleiku og það var í þessu partýi og hún skipti svo yfir í svart þegar við fórum í bæinn því hún sagðist ekki geta látið sjá sig svona til fara...hehe

09 desember, 2005 16:18  
Anonymous Nafnlaus said...

Hæ hæ! Í kjölfar umræðanna hér á undan fór ég að reyna að sjá fyrir mér eitthvern lit þegar ég hugsaði um þig, en datt ekki neinn sérstakur litur í hug, hef held ég séð þig bara í ansi mörgum litum (ekki þó öllum í einu). Aftur á móti þegar ég hugsa um Rósu(ekki systur þína) þá sé ég blátt, þegar ég hugsa um Gunnu þá sé ég rautt, en enginn litur fyrir þig og önnu. Held þú sért bara svona hálfgert cameleon, getir verið í hvaða lit sem er. Tekurðu ekki bara svona tímabil með uppáhalds litum, fer eftir því í hvaða umhverfi þú ert? Held að svíarnir séu að valda þessu dökka tímabili.

kv. Bryndís

14 desember, 2005 11:46  
Anonymous Nafnlaus said...

Tími á nýtt blogg?

14 desember, 2005 13:35  
Anonymous Nafnlaus said...

þú ert alveg rosalega bleik ( samt ekki jafn bleik og Ólöf:))
Það er allavega mín skoðun.

15 desember, 2005 12:04  

Skrifa ummæli

<< Home