sunnudagur, desember 04, 2005

Smávinir litlu...

Því miður virðist snjórinn okkar að hverfa... sniff, sniff. Það ringdi í dag og á að rigna meira á morgun. Það merkilega þó er að undan snjónum kom grænt gras. Grasið hérna í Stokkhólmi hefur ekkert fölnað síðan í sumar og er svona fallega grænt ennþá. Það er kannski ágætt fyrir litlu nágrannanna okkar, kanínurnar. Við höfum verið að sjá þær skoppa hérna um og þegar snjóaði og var orðið kalt þá komu þær alveg upp að inngangnum hjá okkur og leituðu í hitan í garðinum á milli húsanna. Æji, ég fann bara eiginlega til með þeim þegar maður sá þær á kafi í snjó. Svo fór ég að velta fyrir mér, ætli það sé hægt að gefa þeim eins og mar gefur smáfuglunum á veturnar? Og hvað ætti mar þá að gefa þeim, gulrót og salat? Ég veit að þetta er kannski hálf kjánalegar pælingar en þessar kanínur eiga alveg sweetspot í mér eftir sumarið. Meira segja seint í haust sá maður litla kanínuunga hoppandi um, og mér finnst ferlega leiðinlegt að vita af þeim út í frostinu. Svona er maður nú orðin klikkaður... hafandi áhyggjur af dýrum sem eru ekki vön neinu öðru en þessu. Jæja, ef þetta eru aðaláhyggjurnar þá þarf maður nú ekki að kvarta mikið, svo mikið er satt.
Annars er ég búin að vera á kafi í síðustu viku og verð það alveg fram á fimmtudag. Eftir það vona ég að þetta fari að róast hjá mér.
Fyrir þá sem eru að spá í að senda okkur Jóni jólakort þá mæli ég með því að þau verði send annað hvort á

Breiðvang 39
220 Hafnarfjörð

eða á

Klapparholt 10
220 Hafnarfjörður

1 Comments:

Anonymous Nafnlaus said...

Kanínurnar eru sætar - en bíðið þangað til þið fáið broddgeltina upp að húsi - þeim finnst mjólkin góð!

07 desember, 2005 03:13  

Skrifa ummæli

<< Home