sunnudagur, desember 04, 2005

Jólahafrar

Hér er Svíþjóð er jóla-hefð fyrir því að búa til risastóra geithafra úr hálmi og reisa á bæjartorgum, svona svipað eins og jólatrén. Því miður hefur þessi hefð skapað aðra hefð, sem er ekki alveg eins jólaleg. Það hefur víst orðið hefð hjá óprúttnum aðilum að kveikja í þessum jólahöfrum. Stærsti geithafurinn í Svíþjóð varð hefðinni að bráð í gær. Hann náði einungis að verða vikugamall áður en hann var brenndur. Lögreglan á staðnum er með tvo grunaða í haldi, annar þeirra grunuðu er klæddur eins og jólasveinninn og hinn eins og piparkökustrákurinn.
Ekki segja svo að Svíar hafi ekki húmor!

1 Comments:

Blogger Magdalena said...

http://projekt.gavle.se/bocken/ ;)

04 desember, 2005 18:40  

Skrifa ummæli

<< Home