laugardagur, desember 24, 2005

Gleðileg jól!

Þá eru jólin um það bil að renna í garð. Við erum búin með allt okkar og jólabaðið einungis eftir. Við eigum reyndar öll jólakortin eftir en ákváðum að sleppa þeim í þetta sinnið og vera afar umhverfisvæn á sænska vísu og senda rafræna kveðju til allra vina og ættingja.

Gleðileg jól kæru vinir, nær og fjær. Vonandi hafið þið haft það gott á árinu sem er að líða og vonandi verður hið næsta enn betra fyrir alla. Hafið það sem allra best um jólin.

Ástarkveðjur,
Elísabet og Jón Grétar

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home