Eins og eithvað frá Jay Leno
Ég verð bara að nefna þetta hérna á blogginu, mér finnst þetta algjör snilld. Ég var að lesa morgunblaðið og rakst þar á grein sem sagði frá því hvernig innbrotsþjófur sem var að brjótast inn í bíla í Reykjavík var handsamaður af árvökulum vegfaranda. Sagan sjálf er svo sem ekkert sérstök, en kringumstæðurnar eru eithvað sem maður býst bara við að sjá í "Headlines" í þættinum hjá Jay Leno, "Stupid criminals". Haldiði að snillingurinn hafi ekki verið að brjótast inn í bíla fyrir utan líkamsræktarstöð, og af sjálfsögðu kom einhver steraköggullinn að honum og tók hann haustaki, eftir að krimmin hafði meira að segja lamið hann í skallann með hafnarbolltakylfu. Þvílíkur snilli :) Hvar á höfuðborgarsvæðinu finnur maður meira að hraustu fólki en í einni stærstu líkamsræktarstöðinni, WorldClass í Laugardal.. moahaha...
Hvað næst "Vasaþjófur handsamaður á Júdóæfingu hjá Víkingasveitinni"... hahaha
Hvað næst "Vasaþjófur handsamaður á Júdóæfingu hjá Víkingasveitinni"... hahaha
0 Comments:
Skrifa ummæli
<< Home