mánudagur, desember 19, 2005

I'll be home for christmas!

Þá erum við komin heim. Það verður að viðurkennast að það er voða notó að vera hérna. Láta foreldrana stjana aðeins við sig og sofa út. Annars verðum við með gömlu símanúmerin okkar ef einhver vill ná í okkur. Þau eru:
Elísabet s: 6953547
Jón Grétar s: 6945661

Annars fékk ég að loksins í dag að hitta litlu "sænsku" frænkuna mína. Ég sagði frá því í haust þegar hún fæddist. Hún er dóttir hans Grétars frænda í Arboga, þau voru að koma heim í dag til að vera um jólin. Og getið hvað... haldið að hann hafi ekki tilkynnt mér að litla prinsessan eigi að vera skírð Hildur Elísabet Grétarsdóttir, í höfuði á mér. Ég átti bara ekki til orð (sem þið verðið að viðurkenna, það gerist ekki oft)og fór bara hálf hjá mér. En ég er ekkert smá montin að fá svona litla prinsessu sem næstum því alnöfnu. Og hún er algjörg krútt... og hún er ekki rauðhærð, svona fyrir ykkur sem eruð að velta því fyrir sér.

Næstu dagar hjá okkur fara líklega bara í rólegheit og afslöppun. Það er búið að kaupa alla jólapakka og pakka þeim inn og ekki þurfum við að hafa áhyggjur af steikinni þar sem við munum ekki gera annað en að þeytast á milli jólaboða.

Hafið það gott og reynið að njóta jólaundirbúningsins!

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home