föstudagur, desember 16, 2005

Fréttir og jólagjafir

Jæja, við erum búin að vera á haus undanfarna daga og ekki komist í að blogga mikið (reyndar er ég ótrúlega slappur við þetta). Við erum komin í jólafrí frá skólanum og búin að skila af okkur flestum verkefnum, kaupa jólaföt, jólagjafir, fara í klippingu og svo framvegis. Elísabet fór í útskriftina hjá Möddu vinkonu okkar til Skövde (vona að ég hafi skrifað þetta rétt) og hitti þar nokkra Íslendinga. Ég gat því miður ekki kíkt því ég var að kynna viðskiptaáætlunina mína fyrir nefnd af þykjustu fjárfestum (partur af lokaeinkun í einum kúrs) og gekk það bara ágætlega. Einn í hópnum mínum var að selja veitingarhús sem hann rak í ár í miðbæ Stokkhólms svo hann mætti í Armani jakkafötunum sínum, held jafnvel að það hafi hækkað hjá okkur einkunina um 1 heilann :)

Anyway, ósköp lítið að frétta af okkur. Okkur hlakkar til að koma til Íslands og hitta fólkið aftur, erum bara búin að heimsækja ísland í 2 vikur í ár þannig að það verður stuð að fara heim aftur, segja eithvað af sögum frá Svíþjóð og heyra af fólkinu.

3 Comments:

Anonymous Nafnlaus said...

hæ! já ég er spennt að fá að heyra, sjá og kreista ykkur :-)
kv. mamma Hrafnhildur

17 desember, 2005 22:07  
Anonymous Nafnlaus said...

hlakka til að hitta ykkur líka :)

18 desember, 2005 17:07  
Anonymous Nafnlaus said...

Get ekki beðið eftir að knúsa ykkur!!

19 desember, 2005 11:01  

Skrifa ummæli

<< Home