"We're going on a minibreak! "
Nú get ég loksins sagt eins og hetjan mín hún Bridget Jones " We're going on a minibreak!". Haldiði að við höfum ekki ákveðið bara í dag að fara í sveitina í heimsókn á morgun. Við ætlum að heimsækja Grétar frænda og Jenný í Arboga og gista hjá þeim í eina nótt. Ef einhver man ekki eftir síðustu heimsókn í Arboga, þá var það þegar pabbi og mamma voru í heimsókn hjá okkur. Sú heimsókn einkenndist af miklu áti, sveppatínslu og skoðunarferðum. Það verður ágætt fyrir okkur að skipta aðeins um umhverfi, klappa hestunum og svona. Grétar og Jenný voru einmitt að fá íslensku hestana sína senda til sín síðasta mánudag. Jón stefnir svo á próf á miðvikudag þannig að við ætlum að koma heim á laugardag svo hann hafi allan sunnudaginn til að læra.
Annars er allt við sama heygarðshornið í skólanum hjá mér, mjög rólegt. Ég er að byggja upp með mér þvílíkan kvíða því mér finnst eins og ég eigi að vera læra eins og brjálæðingur en það er ekkert fyrir mig að gera. Jú, nema lesa bækurnar og það er ég einmitt að gera...(hvað er þetta! þó mar byrji á Arnaldi Indriðasyni til að hita upp! Bækurnar verða þó teknar með í lestarferðina.
Meira eftir helgi!
Annars er allt við sama heygarðshornið í skólanum hjá mér, mjög rólegt. Ég er að byggja upp með mér þvílíkan kvíða því mér finnst eins og ég eigi að vera læra eins og brjálæðingur en það er ekkert fyrir mig að gera. Jú, nema lesa bækurnar og það er ég einmitt að gera...(hvað er þetta! þó mar byrji á Arnaldi Indriðasyni til að hita upp! Bækurnar verða þó teknar með í lestarferðina.
Meira eftir helgi!
0 Comments:
Skrifa ummæli
<< Home