þriðjudagur, mars 08, 2005

Flugskeytasafn

Það var rosalega fínt í Arboga. Við vorum rosa sátt með ferðina. Jón fékk að fara í flugskeytasafn og skoða milljón tegundir af mismunandi flugskeytum, og svo fékk hann líka að fara upp í orrustuþotu og prófa smá. Þotan hafði þá verið tengd við simulator og maður fékk að nota öll stjórntækin eins og í alvörrrrunni! Ég hélt að munnvikin myndu ná saman í hnakkanum á honum þegar hann kom út úr græjunni. Þetta var eins og jólin væru komin!
Annars er bara próflestur í gangi á heimilinu. Jón fer í próf í fyrramálið og ég í próf á föstudag. Jón fór á fund í dag varðandi lokaverkefnið sitt. Það er best að hann segi ykkur frá því.
Góða nótt!

1 Comments:

Anonymous Nafnlaus said...

hæ - ég veit um einn sem hefði sko örugglega viljað vera þarna með Jóni Grétari í orusstuþotunni !!
Hugsum til ykkar í próflestrinum. Mamma og pabbi Klapparholti ;-)

09 mars, 2005 09:58  

Skrifa ummæli

<< Home