sunnudagur, mars 13, 2005

Þvílík matarveisla!

Gærdagurinn var bara nokkuð góður verð ég að segja! Við fórum í mat til Sveinbjargar og Gumma og fengum alveg brillíant góðan mat. Nautasteik, serrano skinku, ekta heimalagaða bernaise sósu og babbellur. Man, hvað ég var södd á eftir. Við horfðum síðan á sænku undankeppnina í júróvision. Það var nefnilega loksins komið að síðustu og úrslitakeppninni hérna úti. Við skemmtum okkur alveg konunglega við að horfa á hana. Mig grunar sterklega að rauðvíni hafi aðeins hjálpað til. Það var allaveganna mikið hlegið. Á leiðinni heim vorum við Jón að tala um hversu ótrúlega spræk Sveinbjörg er miðað við þessa risa kúlu sem er framan á henni. Hún var á sprettinum um alla íbúð og eldhúsið að taka til matinn og það var ekki að sjá á henni að hún fyndi neitt fyrir óléttunni, svona fyrir utan þegar hún rak bumbuna í hluti.
Svo fer að líða að því að tengdó fari að koma í heimsókn. Það verður voðalega notó að hafa þau hjá okkur um páskana. Það verður reyndar þröngt við eldhúsborðið, en bara því meira kósí og ekta stúdenta-páskar fyrir vikið. Ég vona að Stokkhólmur fari að hrista af sér vetrarbúningin svo þau fái smá sýnishorn af vorinu hér. Mér hlakkar virkilega til vorsins og þá sérstaklega að sjá ávaxtatrén í blóma. Það er alveg komið nóg af snjó og kulda.

1 Comments:

Blogger Magdalena said...

Fínt ef þú gætir séð til þess að það væri komið vor þegar ég kem aftur eftir páskafrí ;)

14 mars, 2005 10:29  

Skrifa ummæli

<< Home