miðvikudagur, mars 02, 2005

Sól í sinni

Það er einhvern veginn voða lítið að frétta þessa dagana. Fyrir utan að Stokkhólmur er að drukkna í snjó en það sem gerir dagana góða er það að sólin skín eins og brjáluð er frá kl.6 á morgnanna fram til kl: 17. Maður fær alveg þvílíka ofbirtu í augun, himinn er alveg tær og ef maður hlustar vel að þá heyrir maður fuglana tísta. Fólkið í strætó er léttara í skapi og léttarstjórarnir eru bara virkilega næs (í gær opnaði einn lestina fyrir okkur, þó hann væri búin að loka henni... tvisvar). Á svona dögum er bara einhvern veginn léttara að vera til. Borgin fyllist af von um að vorið sé rétt framundan. Maður setur bara sólgleraugun á nefið, keppist við að skoða auglýsingar um vortískuna og reynir að leiða 15° frostið hjá sér.
Góða nótt!

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home