þriðjudagur, mars 22, 2005

Sjö, níu, þrettán!

Ég sat á föstudaginn í hádeginu í skólanum og var að spjalla við Jón í símann. Hann hafði alls ekki litið vel út um morguninn og var hreinlega svoldið veikur. Ég leit upp úr símanum og sagði við forvitin andlitin við borðið "Var að tala við kallinn!" svo hélt ég áfram: " Já, þetta er svoldið merkilegt! Kærastinn minn er eiginlega alltaf veikur. Ég held að ef einhver í Tunnelbananum hósti einhvers staðar, þá sýgur hann bakteríurnar í sig og veikist. Ég hinsvegar veikist aldrei, ég hef aldrei veikst síðan við komum hérna út. Ég held ég sé bara hraustari en hann, enda Húnvetningur í aðra og Vestfirðingur í hina ættina. Svo sakar held ég ekki að hafa verið í sveit í Skagafirði sem barn! En hann, neibb.... alltaf veikur!"

... svo mörg voru þau orð. Ég fór ekki í dag í skólann og líklega ekki á morgun. Afhverju? Jú, ég er lögst í rúmmið og Jón hjúkrar mér með glott á vör!

1 Comments:

Blogger Magdalena said...

úbbósí :)

22 mars, 2005 12:12  

Skrifa ummæli

<< Home