þriðjudagur, mars 22, 2005

Páskarnir nálgast...

Tengdó kemur í heimsókn til okkar á morgun og við höfum þau sterklega grunuð um að hafa íslenskt lambalæri með í för og jafnvel páskaegg. Þetta ætla að verða alveg fínustu páskar, sýnist mér, íslenskt páskalamb, N&S páskaegg og T-mom og Gaui.

Ég keypti mér greinar af kirsuberjatré á Hötorginu á sunnudaginn, þarna í tjöldunum hjá blómasölunum. Ég setti þær í vatn og þær eiga að fara blómstra bráðlega. Það eru komnir knúppar á greinarnar þannig að ég bíð bara spennt. Þetta verður líklega eina páskaskrautið hjá mér í ár, já og svo set ég páskaungana af páskaegginu líka á greinarnar. Mikið vona ég að greinarnar blómstri fyrir mig! Kirsuberjatré er nefnilega gamall draumur og nú er ég loksins að sjá fram á hann rætast, þó að ekki sé nema í mýflugumynd.

Ég kenndi Ástu frænku í gær að skrifa komment í bloggið hjá mér. Þið getið séð afraksturinn hér. Viðurnefnið "uppáhalds" minnir mig að sé komið úr fjórða eða fimmta bekk í Engidalsskóla. Við vorum í Hundabeini í leikfimi og ég átti að keppa á móti Heiðu sem var sko allra fljótasti hlauparinn í skólanum. Ég var alveg jafnmikill íþróttaálfur þá og ég er nú, þannig að Ástu , skiljanlega, leist ekki á blikuna. Hún pikkaði í mig og sagði rosalega lúmsk á svipinn "Herru, Elísabet! Ef þú vinnur Heiðu, þá verðuru alveg uppáhalds, uppáhalds frænkan mín!". Þetta var náttla ekkert smá mikill heiður þannig að gerði ég allt sem ég mögulega gat og tókst á einhvern mjög undarlegan hátt að hlaupa með beinið í mark. Þetta er algjörlega einn af mínum hápunktum úr Engidalsskóla. Síðan þá hefur mér fundist ég alltaf bera skylda til að minna hana á þetta og sjálfsögðu titla mig "Elísabet uppáhalds" við hvert tækifæri.

Annars var ég aftur veik í dag en er að skána.
Kv,
Elísabet

1 Comments:

Anonymous Nafnlaus said...

hahahhaha ég er alveg í kasti hérna megin, hahaha hundabein við vorum nú helvíti góðar, já ég hef alltaf verið góð í hinum ýmsu sálfræðinnitrikkum..en að sjálfsögðu ertu uppáhalds ;-)ásta

23 mars, 2005 00:02  

Skrifa ummæli

<< Home