fimmtudagur, mars 17, 2005

Stress á sænsku

Ég held ég hafi bara verið að lenda í mest stressaðasta deginum hingað til, í Svíþjóð. Ég komst að því um hádegisbil, að 3 bls. samantektin sem ég átti að skila á morgun (og var ekki byrjuð á) átti víst að skilast í kvöld. Öhömm.... já og það sem betra var... hún átti víst að vera á sænsku. Enginn séns á ensku skili, eins og sumir höfðu gert ráð fyrir (nefni engin nöfn... en hef rússnesku gelluna sterklega undir grun... eða ekki!) Þannig að þá byrjaði nett panikk að byrja skrifa 3 bls. samantekt um kreatíva taktík í auglýsingagerð á hinu ylhýra sænska tungumáli. Ég get sagt ykkur það, að það fóru ófáir súkkulaðimolar uppí mig af einskærri hræðslu. Og nota bene... ég notaði orkuna af þeim um leið!
En svo kom Madda besta skinn eins og engill af hinum ofan og hjálpaði mér við þýðinguna. Hún skellti þessu bara yfir á sænsku fyrir mig eins og ekkert væri. Ég segi nú samt ekki að ég hafi ekkert gert, ég þýddi nokkur orð inn á milli og svona. Ég er bara ennþá alveg skít nervus að skrifa á sænsku. Þetta verkefni átti svo að dreifa til allra í bekknum og þeir áttu að fá að nota það í staðin fyrir kennslubókina. Ekki var það skárra, ég hefði alveg látið fylgja nokkrar málfræðivillur til kennarans án þess að svitna mikið. En allur bekkurinn... já og víst allir bekkir sem á eftir okkur koma... æjæjæjæjjj!

Jón var í prófinu í dag og segist bara hafa gengið vel. Hann er þó ekki alveg viss um hvað hann fær í prófinu þannig að við bíðum bara spennt eftir einkununum. Annars var planið víst það að ef hann fær flotta einkunn þá fær hann verðlaun. Því hærri einkunn, því flottari verðlaun. Mér finnst þetta mjög sniðugt plan :)
Nú verð ég að fara sofa í hausinn á mér, ég er alveg að sofna fram á lyklaborðið.

3 Comments:

Anonymous Nafnlaus said...

test 1 2 1 2

21 mars, 2005 23:34  
Anonymous Nafnlaus said...

Sko þig ásta tölvusnillingur, þetta gastu alveg :D
Kv,
Beta uppáhalds!

21 mars, 2005 23:38  
Anonymous Nafnlaus said...

heheh I know held ég sé að breytast í tölvunörd-ásta uppáhalds!

21 mars, 2005 23:40  

Skrifa ummæli

<< Home