mánudagur, mars 14, 2005

Ósmekkleg gul/græn blóm

Nú er ég í skólanum og þarf að hanga hérna í klukkutíma og þar sem að ég er ekki með bækurnar með mér þá hef ég frekar lítið að gera. Mér fannst því tilvalið að skrifa smá pistil á bloggið, það er ýmislegt sem mér liggur á hjarta sem ég hef ekki getað komið frá mér vegna a) leti b) tímaskorts c) þreytu. A- liðurinn hefur samt áberandi vinninginn ef skoðaður er styrkur áhrifanna.
Eins og sum ykkar hafið sjálfsagt orðið var við þá er ég orðin talsvert þreytt á vetrinum hérna. Ég er búin að standa í þeirri trú síðan í byrjun febrúar að vorið sé bara rétt handan við hornið, en aldrei gerist neitt. Nú er ég aftur á móti búin að fá ákveðna sönnun fyrir því að veturinn sé að hörfa. Þessa sönnun hef ég orðið var við í neðanjarðarlestinni, eða réttara sagt, á brautarpallinum. Litlu skrautlegu hrákablómin, sem undanfarin vetur hefur skreytt umhverfið, hafa greinlega misst lit. Þegar ég geng um brautarpallinn og passa að stíga ekki á "blómin" þá hefur litagleðin í þeim greinlega minnkað. Engir gul, græn, appelsínu/rauð/græn blóm lengur sem skreyta lestarstöðvarnar. Þau eru orðin gegnsæ eins og draugar. Af þessu hef ég áætlað að inflúensan og vetrarkvefið er að kveðja og stokkhólmarar eru orðnir frekar hressir til heilsunnar, þar af leiðir... nú hlýtur vorið að vera að koma!

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home