Fæst orð hafa minnsta ábyrgð
Ég fékk skemmtilega símrhingingu á þriðjudagskvöldið. Það var Ragga, vinkona Helgu magadans-vinkonu minnar. Ragga þessi er s.s. búsett í Stokkhólmi og var að spá í að skella sér í magadans og var að spyrja ráða. Við spjölluðm helling saman og ákváðum að hittast sem fyrst á kaffihúsi. Nema hvað... næsta dag fæ ég hringinu frá Röggu þar sem hún spyr hvort ég sé ekki laus í lönsj því hún er einmitt á ferðinni niðrí bæ. Við ákváðum að hittast á Sergel torgi og til að finna hvor aðra þá segi ég að ég sé með mikið rautt hár og lítil og hún segir að ég hafi líklega séð hana áður, hún hefur verið svoldið í blöðunum heima sem "kynlífshjúkkan". Nohhh... það er ekkert minna, hugsaði ég. Við fórum á Líbanskan stað til að borða og það var bara ferlega gaman. Ragga er greinilega mjög hress og skemmtileg gella. Hún er víst að vinna hjá Novartis lyfjafyrirtækinu og var með Höllu systur í hjúkkunni. Og eins og öllum öðrum fá finnst henni ég vera alveg eins og systir mín. Ef einhverjum langar að lesa hvað þessi nýja vinkona mín hefur verið að skrifa þá er víst hægt að lesa það hér.
Kveðja,
Elísabet
P.s. Að þessu sinni voru málshættirnir í páskaeggjunum eftirfarandi:
Fæst orð hafa minnsta ábyrgð
Iðnin eykur alla mennt
Passar nokkuð vel við að þessu sinni...