mánudagur, ágúst 30, 2004

Afsakið, ég hlýt að hafa stígið á frosk!

Jón fór í fyrsta tímann sinn í morgun. Það var greinilegt að honum hlakkaði mikið því hann minnti á 6 ára strák sem var að fara í fyrsta skiptið í skólann. Hann hefði valhoppað út á lestarstöð ef það hefði ekki alveg farið með kúlið og karlmennskuna. Ég fékk að sofa pinku lengur en hann en ég var samt voðalega dugleg og fór á fætur á svipuðum tíma og hann fór í skólann. Nú er ég í fyrsta skiptið á æfinni orðin heimavinnandi húsmóðir og verð það til 9. sept. Það verður fróðlegur tími, ég held samt að ég verði ekkert skárri húsmóðir fyrir vikið. Ég finn örugglega alltaf eitthvað allt annað að gera en að þrífa, taka til eða elda. En ég hef strengt þess heit að núna ætla ég samt að vera duglegri í húsverkunum en venjulega. Það þýðir ekki að láta Nonna sjá um húsverkin og vera í skólanum. Þá hef ég ekkert hlutverk hérna. Jaa, nema náttla ég taki þann pólinn í hæðina að vera bara ýkt sæt og fín og algjör prinsessa sem óhreinkar ekki puttanna. Hmmm... það er kannski ekkert svo slæmt líf, eða hvað?

Annars var helgin mjög fín hjá okkur. Við fórum í lengstu heimsókn ever á laugardag. Fórum kl. 11 um morguninn heim til Sveinbjargar og Gumma til að sjá um störf "welcomming-committee". Við þurftum s.s. að láta þau fá lyklana þeirra að íbúðinni í Kungshamra en við Jón gistum þar fyrstu vikuna í Svergie. S&G voru s.s. að vinna á Íslandi í sumar og voru að mæta út á laugardaginn. En það s.s. teygðist úr heimsókninni og við komum heim um kl. 02 aðfaranótt sunnudags.

Á sunnudag mættu S&G síðan í heimsókn til okkar á þýskbotnaveg. Við fórum í röltitúr hérna niður fyrir húsið og komumst að því að hverfið okkar er bara alveg frekar fallegt. Þið getið séð myndirnar hérna einhverstaðar þegar Jóni setur þær inn. Það var alveg yndislegt veður um 20 stiga hiti og sól. Fólk lá í sólbaði við vatnið og fékk sér svo sundsprett til að kæla sig niður. Við tókum góðan röltitúr og drápum eiginlega tærnar á Sveinbjörgu en hún var s.s. í svona svakalega lekkerum skóm sem, þó þeir lúkki hrikalega vel þá eru þeir ekki velgerðir í útivistarpælingarnar. Ég er samt á því að hún hafi tekið sig mjög vel út í þeim þrátt fyrir prílið. Ég fattaði samt ekki fyrr en í gærkvöldi að núna fyrr í sumar skrifaði hún inn á bloggið okkar að hún ætlaði að koma í heimsókn 29. ágúst... ég var búin að steingleyma því. Þau eru greinlega með betra minni en við.

Annars er dýralífið hérna í Stokkhólmi nokkuð áhugavert (fyrir utan pappírstígrisdýrin). Við höfum séð allskonar kvikindi, allt frá þessum venjulegu geitungum og maurum upp í íkorna, froska og kick-ass drekaflugur. Sumar drekaflugurnar eru svo stórar að þær eru frekar eins og meðal-þröstur en flugur. Ein flaug á gluggan hjá okkur og það heyrðist alveg "donk!" í glerinu. Ég hélt fyrst að þetta væri fugl. Já svo finnst mér líka íkornarnir frekar krúttlegir. Um daginn sáum við einn sem hafði kíkt í sjoppu og var á leiðinni þar út með sælgætismola á milli fingranna. Ég skil hann vel, þessar hnetur eru sjálfsagt frekar leiðigjarnar. Svo kom þessi risa Hrossafluga inn til okkar í gær. Hún var mun stærri en þessar sem eru heima. Þegar þær eru byrjaðar að horfast í augu við mann, þá eru þær orðnar of stórar! Ég vona Guðrúnar (mágkona mín)vegna að þær séu ekki svona í Danmörku. Hún er með þá rosalegustu Hrossaflugu-fóbíu sem ég veit um. Gjörsamlega fer yfir um ef þær koma nálægt.

Eitt fyndið um froska! Það er svoldið af froskum hérna og þeir eru pínulitlir og erfitt að sjá þá og það er örugglega oft stigið á þá. Mig minnir að ég hafi heyrt það í Danmörku að ef fólk prumpi óvart (svona á public stað) þá segir maður stundum "Afsakið, ég hlýt að hafa stígið á frosk!"

En annars fer hrós helgarinnar til okkar Nonna fyrir að taka þvílíkt vel til á þýskbotnavegi og þvo 5 þvottavélar.
Kvart helgarinnar fær hrossaflugan sem kom í heimsókn. Vinsamlegast haltu þig heima hjá þér!


P.s. auglýsingapósturinn er byrjaður að berast, 4 bæklingar komnir, ekkert áhugavert!



0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home