föstudagur, ágúst 27, 2004

Út fyrir endimörk alheimsins!

Ég gleymdi áðan að segja afhverju geðheilsunni var bjargað í dag (... eða því sem er eftir af henni). Þegar við vorum búin á þjóðskránni brunuðum við beina leið niður í bæ og fengum módem og erum búin að tengjast internetinu. Nú getum við farið út fyrir endimörk alheimsins og tilbaka. Enginn allsherjar einangrun lengur og 45 mínútna lestarferðir í næstu internet-tenginu. Reyndar áttum við að sýna sænsk skilríki þegar við fengum internetið en náunginn sá aumur á okkur og leyfði okkur að kaupa þetta þegar hann sá vonbrigða svipinn á okkur. Ég hélt við myndum hreinlega bresta í grát þegar við vorum mætt þarna með kennitölu-pappírna beint úr þjóðskránni, og okkur sagt að það dygði ekki til. Já, og þeir taka ekki mark á neinum skilríkjum nema sænskum.

Þessi internet-díll var samt kjarakaup dagsins. Við fengum módemið frítt og borgum ekkert fyrr en 1 nóvember ef við viljum halda áfram hjá þeim. Já og ótakmarkað niðurhal... ú jeee beibí!

Hrós dagsins fær afgreiðslugaurinn í Siba (internet-manni)
Kvart dagsins fá sænsk pappírstígrisdýr

Já, og eitt að lokum. Það fer bráðum að koma myndir inn á bloggið okkar. Um leið og Jón setur þær inn. Ég kann ekkert á solleis!


1 Comments:

Anonymous Nafnlaus said...

Til hamingju með að vera komin í skólann.
Ekkert smá gaman að fylgjast með ykkur á blogginu
:)
Bibba

30 ágúst, 2004 01:36  

Skrifa ummæli

<< Home